Á morgun, miðvikudaginn 30. júlí, fer Adidas Boost hlaupið fram í Elliðaárdalnum og Fossvogsdalnum.
Um er að ræða 10 km FRÍ vottað hlaup og er hlaupaleiðin talin nokkuð hröð og því tilvalin til að bæta 10 km tímann sinn svona rétt fyrir verslunarmannahelgina.
Hlaupið hefst við Rafstöðvarheimilið í Rafstöðvarbrekkunni í Elliðaárdal klukkan 20:00.
Skráning og nánari upplýsingar um hlaupið má sjá inni á hlaup.is.
Skráningu lýkur á miðnætti þriðjudaginn 29. júlí.
Keppnisgögn eru afhent í verslun Mi Iceland í Ármúla 21 milli klukkan 12 og 18 á hlaupdag.