25 ár frá ógleymanlegu Ólympíubronsi Völu Flosadóttur

Mynd úr myndasafni ÍSÍ

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

25 ár frá ógleymanlegu Ólympíubronsi Völu Flosadóttur

Í dag, 25. september 2025, eru liðin 25 ár frá því að Vala Flosadóttir skrifaði nafn sitt í sögu íslenskra íþrótta þegar hún vann til bronsverðlauna í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000, en á þeim Ólympíuleikum var í fyrsta skipti keppt í stangarstökki kvenna.

Vala stökk þá 4,50 metra, sem tryggði henni þriðja sætið á þessu stærsta sviði íþróttanna. Með stökkinu setti hún jafnframt Íslands- og Norðurlandamet. Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum og enn sem komið er hún eina íslenska konan sem unnið hefur til Ólympíuverðlauna. Vala var kjörin iþróttamaður ársins árið 2000 fyrir þennan frábæra árangur.

Afreksferill Völu var glæsilegur og var hún lengi vel ein besta stangarstökkskona í heimi. Á árunum 1995-1997 setti Vala fimm unglingaheimsmet í stangarstökki og árið 1996 varð hún fyrsti Evrópumeistari sögunnar í stangarstökki kvenna á EM innanhúss. Hún varð í 2. sæti á evrópska unglingameistaramótinu árið 1997 og hafnaði í 3. sæti á EM árið 1998. Sama ár setti hún tvívegis heimsmet í stangarstökki innanhúss. Árið 1999 varð hún Evrópumeistari 22 ára og yngri og silfurverðlaunahafi á HM innanhúss. Vala hætti keppni árið 2004. Vala var tekin inn í heiðurshöll ÍSÍ árið 2012.

👉 Í viðtali við Morgunblaðið árið 2020 rifjaði hún upp ferilinn og sögulega daginn í Sydney. Þar kom fram að hún liti á Ólympíuverðlaunin sem einstakt augnablik sem hafði djúp áhrif á líf hennar – og að stuðningurinn sem hún fékk frá Íslandi hafi verið ómetanlegur.

👉 Einnig var RÚV með virkilega skemmtilega umfjöllun árið 2016 um Völu og árangur hennar á Ólympíuleikunum í Sidney.

Árangur Völu er ekki bara falleg og hvetjandi saga úr fortíðinni heldur lifandi fyrirmynd fyrir næstu kynslóðir íslensks frjálsíþróttafólks. Árangur hennar minnir okkur á að með vinnusemi, seiglu og hugrekki er hægt að gera stóra drauma að veruleika.

Takk, Vala – fyrir að sýna okkur að Ísland á fullt erindi í fremstu röð íþróttaheimsins

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

25 ár frá ógleymanlegu Ólympíubronsi Völu Flosadóttur

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit