Frjálsíþróttasamband Íslands býður núna í september og október upp á Þjálfaranámskeið 1, fyrsta stig þjálfaranáms FRÍ, ætlað öllum sem vilja kynnast grunnatriðum íþróttaþjálfunar og öðlast verkfæri til að þjálfa börn á aldrinum 12 ára og yngri.
👉 Aldurstakmark fyrir þátttöku er 14 ára (9. bekkur) enda eru þau oft farin að aðstoða við þjálfun á þeim aldri.
✨ Námskeiðið skiptist í:
📚 Bóklegur hluti – fer fram á Canvas og er sjálfsnám. Þátttakendur geta farið í gegnum efnið á sínum eigin hraða, þegar þeim hentar. Innihald bóklega hlutans er m.a. lesefni, verkefni og kynningarefni. Þau sem skrá sig á námskeiðið fá aðgang að FRÍ hluta Canvas og geta þar nálgast allt efni bóklega hlutans. Gert er ráð fyrir að bóklegi hlutinn sé kláraður á 4-6 vikum.
🤸 Verklegur hluti – verkleg helgi þar sem farið verður í fjölbreyttar æfingar og aðferðir í þjálfun barna. Við erum að finna hentuga helgi fyrir verklega hlutann og stefnum að því að tengja hana við mót á höfuðborgarsvæðinu. Ef sú helgi hentar ekki einhverjum þátttakendum, þá finnum við lausn svo allir geti lokið námskeiðinu. Það þarf að ljúka bóklega hluta námskeiðsins fyrir verklega hlutann.
⚡ Forsenda þátttöku – Námskeiðið er framhald af 1. stigs þjálfaranámskeiði ÍSÍ og því þarf annaðhvort að hafa lokið því námskeiði áður eða taka það samhliða. Næsta námskeið hjá ÍSÍ hefst 15. september.
💰 Gjald fyrir námskeiðið er 25.000 kr.
Greiðist með millifærslu inn á reikning FRÍ:
- Kennitala: 560169–6719
- Reikningur: 0111-26-105601
- Skýring: „Þjálfaranámskeið“
Innifalið í verðinu er aðgangur að öllu námsefninu, verklega kennslan og matur og hressing meðan á verklegu kennslunni stendur.
📝 Skráning fer fram hér.
❓ Ef einhverjar spurningar eða vangaveltur vakna, ekki hika við að hafa samband: soffia@fri.is
👉 Við hvetjum öll áhugasöm til að skrá sig, jafnvel þótt ekki sé hægt að koma til Reykjavíkur á verklega hlutann. Við finnum leiðir til að koma til móts við alla þátttakendur.