Um helgina fór hið árlega NM í víðavangshlaupum fram og í ár var hlaupið í Kastrup Strandpark í Danmörku.
Fjórir íslenskir keppendur skelltu sér til Danmerkur til að taka þátt í hlaupinu.
Sindri Karl Sigurjónsson keppti í ungmennaflokki og þar hlupu þau 4,5 km. Sindri kom í mark á 15:11 mínútum og endaði í 19. sæti.

Íris Dóra Snorradóttir og Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir kepptu í kvennaflokki og hlupu þær 7,5 km. Íris Dóra kom 17. í mark á 29:32 mínútum og Sigþóra Brynja varð 18. á 29:44 mínútum.


Stefán Pálsson hljóp í karlaflokki og þar hlupu þeir einnig 7,5 km og kom hann í mark á 26:04 mínútum og endaði í 15. sæti.

Heildarúrslitin er hægt að skoða hér.