Hvað er framundan í október?

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Hvað er framundan í október?

Október er mánuður víðavangshlaupanna og eins eru tvö skemmtileg krakkamót á dagskrá ásamt EM í mastersflokkum.

📅 4. október


Bronsleikar ÍR – Skemmtileg keppni fyrir yngstu frjálsíþróttakrakkana sem fram fer í Laugardalshöllinni.
Bronsleikar ÍR eru haldnir að hausti ár hvert. Leikarnir eru til heiðurs Völu Flosadóttur sem vann til bronsverðlauna í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Á Bronsleikum er keppt í fjölþraut barna sem samanstendur af þrautum sem reyna á styrk, snerpu, úthald og samhæfingu. Þrautirnar eru þróaðar sérstaklega fyrir þann aldur sem þær eru lagðar fyrir svo allir ættu að fá skemmtileg viðfangsefni við hæfi.
Í ár er sleggjukastarinn Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir heiðursgestur mótsins en hún er nýkomin heim frá Tókýó þar sem hún keppti á HM í frjálsíþróttum.


Víðavangshlauparöð Fætur toga og Framfara – Annað hlaupið í hlauparöð haustsins og fer það fram við Vífilstaðatún í Garðabæ.


Víðavangshlaup Fjallahlaupaþjálfunar á Akureyri.

📅 8.–19. október


Evrópumeistaramót Masters utanhúss – Fer fram í Madeira í Portúgal og í ár munu 10 íslenskir keppendur taka þátt. Nánari frétt um EM í masters og íslenska hópinn birtist þegar nær líður móti.

📅 11. október


Víðavangshlauparöð Fætur toga og Framfara – Þriðja hlaupið í hlauparöð haustsins og fer það fram við Borgarspítalann í Reykjavík.


Víðavangshlaup Fjallahlaupaþjálfunar á Akureyri.

📅 18. október


Meistaramót Íslands í víðavangshlaupum – Síðasta víðavangshlaup haustsins og um að gera að mæta og keppa um Íslandsmeistaratitlana. MÍ í víðavangshlaupi fer fram við þvottalaugarnar í Laugardal.


Víðavangshlaup Fjallahlaupaþjálfunar á Akureyri.

📅 25. október


Gaflarinn – Stórskemmtilegt mót fyrir 6–15 ára frjálsíþróttaiðkendur sem fram fer í Kaplakrika í Hafnarfirði.
 

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Hvað er framundan í október?

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit