Hildur Aðalsteinsdóttir og Arnar Pétursson Íslandsmeistarar í víðavangshlaupi

Penni

3

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Hildur Aðalsteinsdóttir og Arnar Pétursson Íslandsmeistarar í víðavangshlaupi

Um helgina fór fram Meistaramót Íslands í víðavangshlaupi þar sem yfir 100 keppendur á öllum aldri tóku þátt. Dásamlegt veður var þennan laugardagsmorgun í Laugardalnum þar sem keppendur hlupu 1,5 km hring í grasbrekkum og malarstígum. Auk þess að keppt er í einstaklingskeppni þá er keppt í sveitakeppni milli félaga þrír efstu frá hverju félagi gilda til sveita.

Í karla- og kvennaflokki voru hlaupnir 9 km og sigurvegarar voru Hildur Aðalsteinsdóttir (FH) og Arnar Pétursson (Breiðablik). Arnar koma í mark á tímanum 31:32 og Hildur á tímanum 37:06. Næstir á eftir í karlaflokki voru Jökull Bjarkason (ÍR) á tímanum 31:57 og Stefán Pálsson (Ármann) á tímanum 32:27.
Í kvennaflokki var Iðunn Björk Arnaldsdóttir (ÍR) í öðru sæti á tímanum 37:55 og þriðja var Fríða Rún Þórðardóttir (ÍR) á tímanum 39:10.
Ekki náðist í sveit í kvennaflokki en FH sigraði í karlaflokki en sveitina skipuðu Daníel Snær Eyþórsson, Gestur Daníelsson og Valur Elli Valsson.

Í fyrsta skiptið var keppt í eldri aldursflokkum en tveir tóku þátt í þeim flokki og hlupu 4,5 km.

Aðeins tvö voru skráð í 18-19 ára flokk, sem hlaupa 5,4 km. Bjarki Fannar Benediktsson (FH) sigraði piltaflokkinn á tímanum 14:56.

Í flokki stúlkna 15-17 ára sigraði Helga Lilja Maack (ÍR) á tímanum 18:08. Næst á eftir að klára þessa 4,5 km var Þorbjörg Gróa Eggertsdóttir (Breiðablik) og á eftir henni var Áshildur Jökla Ragnarsdóttir (FH).
Sindri Karla Sigurjónsson (UMSB) var fyrstur í mark í piltaflokki á tímanum 15:25. Í öðru sæti var Hilmar Ingi Bernharðsson (ÍR) á tímanum 15:56 og þriðji var Patrekur Ómar Haraldsson (Breiðablik) á tímanum 16:44.
Ekki náðist í sveit hjá stúlkunum en sveit FH sem skipaði Kjartan Pál Pálsson, Reyni Örn Sigrúnarson og Gunnar Axel Sigurðsson sigraði pilta megin.

Dagur Einar Maack (ÍR) sigraði í flokki pilta 13-14 ára og Sóley Rósa Sigurjónsdóttir (UMSB) í flokki stúlkna. Þess má til gamans geta að systir Dags sigraði einmitt í flokki stúlkna 15-17 ára og bróðir Sóleyjar sigraði í flokki pilta 15-17 ára, frjálsíþróttir eru svo sannarlega fjölskyldu íþrótt!
Annar í flokki pilta var Þórarinn Magnússon (Breiðablik) og þriðji Jon Louie F. Thoroddsen (ÍR). Önnur í flokki stúlkna var Emilía Rikka Rúnarsdóttir (ÍR) og þriðja var Edith Anna Theodórsdóttir (Ármann)
Sveit Ármanns sigraði sveitakeppnina en hana skipuðu Ari Andrey Ivansson Shelykh, Bjarni Bergþórsson og Kolfinnur Kali Einarsson.

Í yngsta keppnisflokknum voru yfir 50 keppendur og mikið fjör á start línunni. Ármenningar komu, sáu og sigruðu í báðum flokkum og sveitakeppni beggja kynja. Fyrstu þrír voru Már Ásgeirsson, Kristinn Þór Sigurðsson og Ragnar Björnsson. Hjá stúlkunum voru fyrstu þrjár Inga Þóra Gylfadóttir, Margrét Halla Ásgeirsdóttir og Ragna Tryggvadóttir.

Heildar úrslit má finna hér og myndir frá hlaupinu er að finna hér.

Penni

3

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Hildur Aðalsteinsdóttir og Arnar Pétursson Íslandsmeistarar í víðavangshlaupi

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit