Bætingar hjá Ernu Sóleyju og Hilmari Erni

Erna Sóley Gunnarsdóttir kastaði í fyrsta skipti yfir 16 metra í kúluvarpi þegar hún kastaði 16,13 metra í Houston, Bandaríkunum í gær. Erna var þar með að bæta eigið aldursflokkamet í flokki stúlkna 18-19 ára og 20-22 ára. Fyrir átti Erna best 15,78 metra sem hún setti fyrir rúmum tveimur vikum. Með þessu kasti var […]

meira...

#Playtrueday dagurinn í dag

Dagurinn „Play True Day“ er haldinn 10. apríl ár hvert og er dagur tileinkaður hreinum íþróttum. Honum er ætlað að auka vitundarvakningu meðal íþróttafólks, íþróttasambanda, yfirvalda og annarra sem tengjast íþróttum um baráttuna gegn lyfjamisnotkun. Frumkvæðið og hugmyndina að þessum degi eiga 17 lönd í S-Ameríku eftir að hafa sótt fræðsluráðstefnu WADA (World Anti-Doping Agency) […]

meira...

Íslenskir kastarar byrja vel í Bandaríkjunum

Hilmar Örn Jónsson stundar nám og keppir í sleggjukasti fyrir University of Virginia. Hann byrjaði tímabilið frábærlega og kastaði sleggjunni 72,21 metra. Það er lengra en hann kastaði allt árið 2018 og rétt frá hans besta árangri frá árinu 2017 sem er 72,38 metrar. Þetta kast er það þriðja lengsta í bandarískum háskólum á þessu […]

meira...

Norðulandamet 16-17 ára hjá Elísabetu Rut

Byrjað er að vora hér á landi og með vorinu fylgir ögn skárra veður. Frjálsíþróttafólk landsins lætur „góðviðrið“ ekki framhjá sér fara og er byrjað að nýta hvert tækifæri til þess að kasta og hlaupa utandyra. ÍR-ingar settu upp kastmót í Laugardalnum í gær og má með sanni segja að með því móti hafi íslenska […]

meira...

Námskeið í brautarvörslu

Fimmtudaginn 11.apríl frá klukkan 19:30-21:30 verður námskeið í brautarvörslu í götuhlaupum. Námskeiðið verður haldið í íþróttamiðstöðinni í Laugardal Engjavegi 6, í E-sal á 3.hæð. Fyrirlesari verður Þorsteinn Þorsteinsson formaður dómaranefndar FRÍ. Skráningar skal senda á iris@fri.is. Frítt er á námskeiðið.

meira...

Breytt staðsetning á æfingabúðum

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þurfum við að breyta staðsetningu morgunæfingarinnar í Æfingabúðum Úrvalshóps. Morgunæfingin verður í Kaplakrika, mæting þangað sunnudaginn 7.apríl klukkan 09:45. Fyrir utan þetta þá helst dagskráin eins, hún er þá svona: Mæting kl. 9:45 Æfing 1 í Kaplakrika kl. 10-12 Hádegismatur á Café Easy kl. 12-13 Fyrirlestrar í Laugardalshöll kl. 13-15 Æfing 2 […]

meira...

Íslenskur heimsmeistari og aldursflokkamet á HM öldunga

Heimsmeistaramót öldunga innanhúss fór fram í Póllandi 24. – 30. mars og áttu Íslendingar fjóra fulltrúa á mótinu. Sigurði Haraldssyni gekk frábærlega á mótinu og varð þrefaldur heimsmeistari. Sigurður er fæddur árið 1929 og keppir í flokki 90 ára. Hans fyrsti titill kom á fyrsta degi mótsins þegar hann sigraði í lóðakasti. Hann kastaði lengst […]

meira...

Skráning í æfingabúðir Úrvalshóps FRÍ

Æfingabúðir Úrvalshóps FRÍ 15-19 ára munu fara fram í Laugardalshöllinni 7.apríl næstkomandi. Búið er að uppfæra hópinn eins og venja er að loknu innanhúss keppnistímabilinu en hægt er að sjá hópinn hér Dagskrá æfingabúðana: Mæting kl. 9:45 Æfing 1 í Laugardalshöll kl. 10-12 Hádegismatur á Café Easy kl. 12-13 Fyrirlestrar í Laugardalshöll kl. 13-15 Æfing […]

meira...

Frjálsíþróttadeild FH ræður Dr. Milos Petrovic sem spretthlaupsþjálfara

Dr. Milos Petrovic hefur verið ráðinn spretthlaupsþjálfari hjá Frjálsíþróttadeild FH. Milos eins og hann er kallaður hefur víðtæka reynslu af þjálfun og ráðgjöf við íþróttafólk. Hann er menntaður íþróttafræðingur frá Serbíu og með PhD í Biomechanics frá Manchester Metropolitan háskólanum & Kaþólska háskólanum í Leuven í Belgíu. Milos starfar sem nýdoktor við læknadeild Háskóla Íslands […]

meira...

Erna Sóley með nýtt aldursflokkamet

Erna Sóley Gunnarsdóttir keppti í kúluvarpi í Houston í Bandaríkunum um síðustu helgi og varpaði hún kúlunni 15,39 metra. Þar með bætti hún eigið met í flokki stúlkna 18-19 ára utanhúss. Metið var 14,54 metrar sem Erna setti sjálf í fyrra. Einnig er þetta bæting á stúlknameti 20-22 ára sem hún Helga Margrét Þorsteinsdóttir átti […]

meira...
1 2 3 240
X
X