Tiana keppti í 200 m á EM 16-19 ára

Spretthlauparinn Tiana Ósk Whitworth ÍR keppti í dag í undanrásum í 200 m hlaupi á Evrópumeistaramóti 16-19 ára sem fram fer í Grosseto, Ítalíu, þessa dagana. Hún hljóp á tímanum 24,88 sek (-1,8 m/s) og hafnaði í 7. sæti af 8 keppendum í 2. riðli. Í heildina hafnaði hún í 31. sæti af 40 keppendum. Tiana […]

meira...

Irma mjög nálægt sínu besta á EM 16-19 ára

Irma Gunnarsdóttir Breiðabliki keppti í dag á seinni degi sjöþrautarinnar á Evrópumeistaramóti 16-19 ára sem fram fer í Grosseto, Ítalíu, þessa dagana. Stóð hún sig mjög vel í keppninni og hlaut samtals 5.113 stig og hafnaði í 20. sæti af 27 keppendum. Irma á best 5.127 stig frá því á Norðurlandamóti unglinga í fjölþrautum í síðasta mánuði. Við […]

meira...

Friðrik Þór hlaut viðurkenningu frá EAA

Friðrik Þór Óskarsson hlaut fyrr á árinu viðurkenningu frá EAA fyrir framlag sitt til frjálsra íþrótta í gegnum árin. Friðrik hannaði og forritaði mótaforritið Þór og hefur um árabil séð alfarið um að skráningu á öllum þeim árangri sem íslenskir keppendur ná á mótum hérlendis og erlendis. Friðrik er fyrrum afreksmaður í frjálsum íþróttum en […]

meira...

Stefnir í bætingu hjá Irmu á EM 16-19 ára!

Irma Gunnarsdóttir Breiðabliki keppir í dag á seinni degi sjöþrautarinnar á Evrópumeistaramóti 16-19 ára. Hún keppti í langstökki í morgun og var rétt í þessu að ljúka keppni í spjótkasti. Í langstökki stökk hún lengst 5,62 m og hlaut 735 stig fyrir þann árangur. Glæsilega gert hjá Irmu en hún á best 5,69 m í […]

meira...

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar hefst á sunnudaginn

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar er haldin í Gyor, Ungverjalandi í ár og stendur hún yfir dagana 23.-29. júlí. Ísland sendir sex keppendur á mótið í ár en það eru þær: Birna Kristín Kristjánsdóttir Breiðablik: Langstökk og 4×100 m boðhlaup Guðbjörg Jóna Bjarnadóttír ÍR: 100 m, 200 m og 4×100 boðhlaup Helga Margrét Haraldsdóttir ÍR: Þrístökk, 100 m grind, 4×100 […]

meira...

Erna Sóley keppti í kúluvarpi á EM 16-19 ára

Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnardóttir Aftureldingu keppti í morgun í kúluvarpi á Evrópumeistaramóti 16-19 ára sem fram fer í Grosseto, Ítalíu, þessa dagana. Hún varpaði 4 kg. kúlunni 13,22 m og hafnaði í 25. sæti af 28 keppendum. Erna á best 13,91 m í kúluvarpi en þeim árangri náði hún á Bauhaus Junioren Gala mótinu sem fram […]

meira...

Góðum fyrri keppnisdegi lokið hjá Irmu

Irma Gunnarsdóttir Breiðabliki byrjaði fyrri daginn í sjöþrautinni mjög vel í morgun með því að bæta sig í 100 m grindahlaupi og stökkva yfir 1,51 m í hástökki. Seinni tvær greinar dagsins voru kúluvarp og 200 m hlaup. Irma kastaði 12,77 m í þriðja og síðasta kasti og hlaut hún 712 stig fyrir. Þessi árangur […]

meira...

Tiana Ósk keppti í undanúrslitum

Tiana Ósk Whitworth ÍR keppti í undanúrslitum í 100 m hlaupi kvenna á Evrópumeistaramóti 16-19 ára nú rétt í þessu. Hún hljóp á tímanum 12,03 sekúndum (-1,2 m/s) og hafnaði í 7. sæti af 8 keppendum í 2. riðli. Í heildina hafnaði hún í 20. sæti af þeim 24 keppendum sem kepptu í undanúrslitum. Flottur […]

meira...

Irma með flottan árangur í morgun

Sjöþrautarkonan Irma Gunnarsdóttir Breiðabliki hóf keppni í sjöþraut á Evrópumeistaramóti 16-19 ára sem fram fer í Grosseto, Ítalíu, í morgun. Keppnin hófst með 100 m grindahlaupi. Irma hljóp á tímanum 15,00 sekúndum sem er bæting á hennar persónulega árangri í sjöþraut. Hún hlaut 842 stig fyrir árangurinn og hafnaði í 2. sæti í riðlinum. Stuttu […]

meira...
1 2 3 208
X