Valdimar og Mímir með aldursflokkamet í kringlukasti

FH-ingarnir Valdimar Hjalti Erlendsson og Mímir Sigurðsson bættu báðir aldursflokkamet í kringlukasti. Valdimar bætti metið í flokki pilta 16-17 ára þegar hann kastaði 58,38 metra. Fyrra metið var 58,20 metrar og setti Hilmar Jónsson það árið 2013. Mímir bætti eigið met í flokki pilta 18-19 ára. Hann kastaði 54,93 metra og bætti met sitt frá […]

meira...

Norðurlandamótið í Víðavangshlaupi

Norðurlandameistaramótið í víðavangshlaupum fór fram í Laugardalnum í dag. Alls voru 92 keppendur skráðir til leiks frá Norðurlöndunum ásamt Færeyjum. Keppt var bæði í einstaklings- og liðakeppni í fjórum flokkum; karla- og kvennaflokki og flokki stúlkna og pilta 19 ára og yngri. Stúlkurnar hlupu 4,5 km, piltarnir 6 km, konurnar 7,5 km og karlarnir 9 […]

meira...

The Nordic Cross Country Championships

The Nordic Cross Country Championships will be held November 10th in Reykjavík, Iceland. Over 90 competitors from the Nordic countries and Faroe Island will compete. The program consists of the following races: Women, Juniors at 12:00 Men, Juniors at 12:35 Women, Seniors at 13:10 Man, Seniors at 14:00 The start list and the results will […]

meira...

Landsliðsval fyrir Norðurlandameistaramótið í Víðavangshlaupum

FRÍ hefur valið í landslið fyrir Norðurlandamót í Víðavangshlaupum sem fer fram í Reykjavík þann 10.nóvember næstkomandi. Liðið samanstendur af góðri blöndu reynslumikilla landsliðsmanna og -kvenna sem og ýmsum sem ekki hafa áður klæðst treyju Íslands í keppni. FRÍ óskar þessum einstaklingum til hamingju með valið og lýsir yfir ánægju og spennu fyrir sjálfum viðburðinum. […]

meira...

Mannvirkjanefnd FRÍ skoðar leikvanginn í Laugardal

Nú er hafin vinna mannvirkjanefndar FRÍ við skoðun frjálsíþróttavalla hér á landi. Skoðunin fer fram í samræmi við íslenskar- og alþjóðareglur. Til undirbúnings mætti nefndin á þjóðarleikvanginn í Laugardal og tók almenna forskoðun, en fljótlega fer fram heildarúttekt nefndarinnar á vellinum. Á myndinni eru fulltrúar mannvirkjanefndarinnar ásamt formanni og framkvæmda- og afreksstjóra FRÍ. Verkfræðingarnir Vilhjálmur […]

meira...

Stefnan sett á stórmót með nýrri boðhlaupssveit FRÍ

Nú í sumar tók Þorkell Stefánsson við sem umsjónarmaður boðhlaupsverkefnis FRÍ. Markmiðið er að setja saman sterka íslenska boðhlaupssveit þar sem reglulega verða haldnar skipulagðar æfingar. Ísland hefur aldrei átt jafn marga sterka spretthlaupara og nú og því er markið sett hátt og stefnan sett á stórmót. Með áframhaldandi bætingu okkar fólks og markvissum æfingum […]

meira...

Nordic Cross Country Championships 2018

Norðurlandameistaramótið í Víðavangshlaupum fer fram laugardaginn 10.nóvember á tjaldstæðinu í Laugardal. Keppt verður í fjórum flokkum: karlar og konur, stúlkur og piltar undir 20 ára en einnig fer fram sveitakeppni hlaupahópa sem hefst klukkan 11:00. Mótið hefst klukkan 12:00 en fyrstir á braut eru U20 stúlkur og næst U20 piltar. Klukkan 13:10 hleypur síðan kvenna […]

meira...

Móttaka fyrir þáttakendur á Ólympíuleikum ungmenna

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stóð í gær fyrir móttöku til heiðurs þátttakendum á Ólympíuleikum ungmenna sem fóru fram í Buenos Aires í Argentínu. Frjálsíþróttasamband Íslands átti þrjá keppendur á leikunum. Elísabetu Rut Rúnarsdóttur sem keppti í sleggjukasti, Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur sem keppti í 200 metra hlaupi og Valdimar Hjalta Erlendsson sem keppti í kringlukasti. Alls […]

meira...

Uppskeruhátíð FRÍ frestað

Vegna óviðráðanlegra orsaka hefur stjórn FRÍ ákveðið að fresta uppskeruhátíðinni sem átti að fara fram nú næstkomandi laugardag. Uppskeruhátíðin verður því haldin 23.nóvember en nánari dagskrá verður auglýst síðar. Við biðjumst velvirðingar á þessari frestun og vonumst til að sjá sem flesta 23.nóvember.

meira...

Guðbjörg Jóna Ólympíumeistari ungmenna

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í kvöld Ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna í Argentínu. Guðbjörg bætti í leiðinni sitt eigið Íslandsmet. Guðbjörg kom í mark á tímanum 23,47 sekúndum, meðvindur var 1,9 m/s. Keppnin í frjálsum er með nýstárlegu sniði því samanlagður árangur í tveim umferðum gildir til sigurs á mótinu. Guðbjörg […]

meira...
1 2 3 235
X
X