Íslandsmet og HM U20 lágmark hjá Andreu

Sólin skein, fuglarnir sungu og hitastigið rétt um 10 gráður. Svona voru aðstæður í Laugardalnum þegar Andrea Kolbeinsdóttir setti fyrr í kvöld Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi.  Fyrir hlaupið átti Andrea 10:57 en stórbætti sig og hljóp á 10:31,69 mín. Það er einnig undir lágmarkinu fyrir HM U20 sem fer fram í Finnlandi 10. – […]

meira...

Bauhaus Junioren Gala um næstu helgi

Næstu helgi fer fram Bauhaus Junioren Gala í Þýskalandi þar sem við eigum fimm keppendur. Það eru þau Erna Sóley sem keppir í kúluvarpi, Guðbjörg Jóna og Tiana Ósk sem keppa í 100 og 200 metra spretthlaupi, Þórdís Eva sem keppir í 400 metra hlaupi og Mímir í kringlukasti. Hér verður hægt að fylgjast með […]

meira...

Guðni Valur nálgast EM lágmarkið!

Guðni Valur Guðnason ÍR var hársbreidd frá því að ná lágmarki á Evrópumeistaramótið í Berlín þegar kappinn kastaði 63,20m á Coca Cola móti FH í Kaplakrika í gær. Lágmarkið er 63,50m en þess má til gamans geta að þetta er lengsta kast Guðna frá því árið 2015. Tímabilið hefur verið hans besta og mörg mót […]

meira...

FH mótinu frestað til 20.06.!

Í ljósi veðuraðstæðna er FH mótinu sem fram átti að fara í dag frestað til morgundagsins. Mótið fer semsagt fram miðvikudaginn 20 júní og hefst klukkan 18.00 Ein grein mun þó fara fram í dag en það er 400m hlaup kvenna sem verður innanhúss í Kaplakrika og hefst klukkan 19.00.  

meira...

Aníta þriðja í Tübingen

Aníta Hinriksdóttir ÍR keppti í dag í 800m hlaupi á alþjóðlegu móti í Tübingen Þýskalandi. Mótið ber nafnið Soundtrack Meeting og upplifun áhorfenda í miklum hávegum höfð. Aníta náði góðu þriðja sæti á besta tíma sínum í ár og kom í mark á 2:01,05 mín. Sigurvegari varð Christina Hering frá Þýskalandi á 2:00,48 mín og […]

meira...

Ásdís með flotta opnun í kringlukasti og kúluvarpi

Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni keppti í dag í kringlukasti og kúluvarpi í Bottnaryd sem er í Jönköbing Svíþjóð. Hún bætti sinn persónulega árangur í kringlukasti með kasti uppá 52,19m  og kastaði svo kúlunni15,14m. Ljóst að Ásdís kemur sterk tilbaka eftir smávægileg meiðsli og næst á dagskrá er sumaropnun í aðalgrein hennar, spjótkasti.    

meira...

Andrea og Þórólfur Íslandsmeistarar í 5000m og 10 000m

Samhliða Vormóti Fjölnis í gærkvöldi fór Meistaramót Íslands í 5000m hlaupi kvenna og 10 000m hlaupi karla á braut fram í þokkalegum aðstæðum í Laugardalnum.   Íslandsmeistarar 2018 eru þau Andrea Kolbeinsdóttir ÍR sem kom í mark á 17:13,01 mín í 5000m hlaupinu og Þórólfur Ingi Þórsson ÍR sem kom í mark á 33:22,69 mín […]

meira...

Vormót ÍR

Vormót ÍR fór fram á Laugardalsvelli í ágætisveðri í gærkvöldi. Keppt var í fjölda greina en meðal annars keppti Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í 100m hlaupi en eins og alþjóð veit er hún nýkrýndur Íslandsmethafi í 200m hlaupi. Hún sigraði  á tímanum 12,04 sekúndum.  Í 100m hlaupi karla sigraði Jóhann Björn Sigurbjörnsson, UMSS þegar hann hljóp á […]

meira...

Aníta sjötta á besta tíma ársins!

Aníta Hinriksdóttir ÍR keppti í 800m hlaupi í gærkvöldi á sterku móti í Ostrava Tékklandi. Aníta hljóp vel og kom í mark í sterku hlaupi í sjötta sæti á tímanum 2:01,92 mín. Þetta er besti tími Anítu á árinu og góður stígandi hjá henni. Úrslitin eru hér      

meira...

Kristófer Þorgrímsson – Verkefnastjóri Miðlunar FRÍ

Kristófer Þorgrímsson verður Verkefnastjóri miðlunarmála hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands. Kristófer er 26 ára spretthlaupari í FH. Hann stundaði knattspyrnu á yngri árum en fór að æfa spretthlaup af fullri alvöru fyrir um það bil fjórum árum. Ásamt því að æfa spretthlaup stundar kappinn nám í Iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og sér um vöruþróun og framleiðslu hjá […]

meira...
1 2 3 226
X
X