Mótahald 2020

Frjálsíþróttasamband Íslands vill í ljósi þeirra aðstæðna sem þjóðin og heimsbyggðin öll standa frammi fyrir vekja athygli á að um verulega röskun getur orðið að ræða er varðar mótahald í frjálsum íþróttum árið 2020. Mótaskráin 2020 er því frekar til viðmiðunar í stað þess að aðildarfélög og iðkendur geti gengið að því vísu að mótahaldið […]

meira...

Ný dagsetning á Ólympíuleikunum

Ný dagsetning hefur verið tilkynnt fyrir Ólympíuleikana sem áttu að fara fram í sumar. Þeir munu fara fram í Tókýó eins á áætlað var nákvæmlega einu ári seinna en til stóð, 23. júlí til 8. ágúst 2021. Alþjóðlega Ólympíunefndin og skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó 2020 tóku þessa ákvörðun með heilsu íþróttafólks og þeirra sem koma […]

meira...

Úrvalshópur FRÍ

Úrvalshópur FRÍ hefur verið uppfærður með árangri frá innanhússtímabilinu. Yfir 10 íþróttamenn bættust við hópinn og var mikið um bætingar hjá þeim sem voru nú þegar í hópnum. Hægt er að sjá hópinn hér. FRÍ stefnir á að hafa æfingarbúðir fyrir Úrvalshópinn 26.apríl í Laugardalshöll. Við óskum öllum þessum íþróttamönnum til hamingju með árangurinn.

meira...

HM U20 og HM öldunga frestað

Heimsmeistaramóti unglinga 19 ára og yngri sem átti að fara fram í Keníu 7. – 12. júlí hefur verið frestað. Þessi ákvörðun var tekin af World Athletics, ríkisstjórn Keníu og frjálsíþróttasambandi Keníu vegna útbreiðslu COVID-19 á heimssvísu. Ekki hafa verið gefnar út nýjar dagsetningar en verið er að vinna í því að finna nýjan tíma […]

meira...

Ólympíuleikunum frestað

Ólympíuleikunum sem áttu að hefjast 24. júlí í sumar hefur verið frestað. Ekki hefur verið gefin út ný dagsetning fyrir leikana en í tilkynningunni kemur fram að þeir muni fara fram í Tókýó ekki síðar en sumarið 2021. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans og Thomas Bach, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar ræddu saman í morgun ásamt fleiri ráðamönnum […]

meira...

Næst lengsta kast Hilmars frá upphafi

Í Laugardalnum í dag fór fram Vetrarkastmót þar sem keppt var í kringlukasti og sleggjukasti. Á meðal keppenda var Hilmar Örn Jónsson sem á Íslandsmetið í sleggjukasti. Hilmar Örn var að reyna við Ólympíulágmarkið í sleggjukasti sem er 77,50 metrar. Hilmar kastaði í dag 74,16 metra sem er hans annað lengsta kast frá upphafi en […]

meira...

Allt íþróttastarf fellur niður

Eftirfarandi tilkynning kom frá ÍSÍ: Heilbrigðisráðuneytið, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, hefur sent frá sér leiðbeinandi viðmið um hvernig beri að túlka auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar þegar kemur að íþrótta- og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna. Hvað varðar íþróttastarf barna og ungmenna er eftirfarandi beint […]

meira...

Vegna COVID-19

Á þessum fordæmalausu tímum vill FRÍ benda aðildafélögum sínum á að fylgja þeim reglum sem nú gilda sem íslensk stjórnvöld hafa sett með takmörkunum á samkomum. ÍSÍ hefur gefið út tilkynningu en hana má finna hér. Mótaskrá FRÍ er því birt með fyrirvara og mun FRÍ birta tilkynningar um frestanir á mótum um leið og þær […]

meira...

FRÍ óskar eftir umsóknum fyrir Young Leader ráðstefnu.

FRÍ óskar eftir umsóknum á Young Leader ráðstefnu í París dagana 25.-30. ágúst næstkomandi. Þetta er í sjöunda skipti sem þessi ráðstefna er haldin en á henni öðlast þátttakendur dýpri skilning á ýmsum þáttum tengdum frjálsíþróttahreyfingunni. Til þess að sækja um þurfa þátttakendur að vera: Á aldrinum 18-26 ára. Með mjög góð tök á ensku. […]

meira...

Evrópubikarkastmótinu frestað

Evrópska frjálsíþróttasambandið hefur ákveðið að fresta Evrópubikarkastmótinu sem átti að fara fram í Portúgal, 21. – 22. mars. Það er gert vegna COVID-19. Evrópska frjálsíþróttasambandið mun taka ákvörðun um nýja tímasentingu á næsta stjórnarfundi sem áætlað er að fari fram 24. – 25. mars í Sviss. Hér má lesa fréttatilkynninguna í heild sinni.

meira...
1 2 3 257
X
X