Úrvalshópur FRÍ

Vegna COVID-19 hefur Unglinganefnd með samþykki Frjálsíþróttasambandsins tekið þá ákvörðun að þeir íþróttamenn sem voru í Úrvalshóp FRÍ 2019-2020 haldast í hópnum 2020-2021. Þessir íþróttamenn haldast inn í hópnum á þeim árangri sem þeir náðu inn í hann en ef þeir náðu árangri í nýrri grein/greinum þá bætist það við. Þá bætast þeir í hópinn […]

meira...

Afreksstarf hefst á höfuðborgarsvæðinu

FRÍ fagnar því að nú geti æfingar afrekshópa aftur farið fram í mannvirkjum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Nánar má lesa um málið í fréttatilkynningu frá ÍSÍ sem fylgir hér að neðan, en má einnig á vef ÍSÍ hér: „Fulltrúar almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins funduðu nú síðdegis með ÍSÍ, sérsamböndum þess, ÍBR, ÍBH, UMSK og fulltrúum fyrir hönd sveitarfélaganna […]

meira...

Guðlaug varaformaður og Kári Steinn gjaldkeri í nýrri stjórn FRÍ

Á fyrsta fundi stjórnar FRÍ í liðinni viku skipti stjórn með sér verkum. Helstu tíðindi eru þau að Guðlaug Baldvinsdóttir sem verið hefur gjaldkeri FRÍ undanfarin tvö tímabil starfstímabil tekur nú að sér hlutverk varaformanns. Við hlutverki gjaldkera tekur hlauparinn og Ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson. Gunnar Svavarsson gegnir áfram hlutverki ritara og Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, sem […]

meira...

Hlynur á nýju Íslandsmeti á HM

Heimsmeistaramótið í hálfu maraþoni fór fram í Póllandi í morgun þar sem fjórir íslenskir keppendur voru á meðal þátttakenda. Efstur af íslensku keppendunum var Hlynur Andrésson sem lenti í 52. sæti af þeim 122 keppendum sem hófu hlaupið. Hlynur kom í mark á tímanum 1:02:47 sem er nýtt Íslandsmet.* Gamla Íslandsmetið átti Kári Steinn Karlsson […]

meira...

HM í hálfu maraþoni

Heimsmeistaramótið í hálfu maraþoni fer fram á laugardaginn, 17. október í Póllandi. Fjórir af fremstu langhlaupurum Íslands munu keppa fyrir Íslands hönd á mótinu en alls eru keppendur 283 talsins frá 62 löndum. Hlaupið verður eina alþjóðlega mótið á vegum World Athletics á þessu ári og á meðal keppenda verða fremstu hlauparar heims. Ísland sendir […]

meira...

Vel heppnað 62. ársþing FRÍ haldið í Hafnarfirði

Þann 2. október síðastliðinn var haldið í Kaplakrika í Hafnarfirði 62. ársþing FRÍ í góðu samstarfi við frjálsíþróttadeild FH og Hafnarfjarðarbæ. Þingið var óvanalegt á margan hátt. Því hafði tvívegis verið frestað áður en var nú haldið í skugga COVID en þannig að sóttvarnir voru í hávegum hafðar. Brotið var blað með beinu streymi frá […]

meira...

Frestun á mótum á vegum FRÍ

Næstkomandi laugardag átti að fara fram Meistaramót Íslands í Víðavangshlaupum en vegna hertra aðgerða stjórnvalda hefur verið ákveðið að fresta hlaupinu. FRÍ vill með frestuninni sýna ábyrgð og koma í veg fyrir mögulegar smitleiðir þar sem í hlaupum sem þessum koma saman blandaðir hópar. Staðan verður endurskoðuð þegar ný reglugerð frá Heilbrigðisráðuneytinu k verður gefin […]

meira...

Ný ásýnd Frjálsíþróttasambands Íslands

Frjálsíþróttasamband Íslands kynnir nýtt auðkennismerki og ásýnd fyrir nýja tíma. Hver sem greinin er, hlaup, stökk eða kast, innan vallar eða utan, hvort sem menn eru afreksmenn eða byrjendur, þá snýst íþróttin okkar um að gera sitt allra besta, að bæta sig! Þetta endurspeglast í nýju merki. Hönnuðir eru Anton Jónas Illugason og Simon Viðarsson. […]

meira...

62. Frjálsíþróttaþing

62. Þing Frjálsíþróttasambands Íslands verður haldið föstudaginn, 2. október í Kaplakrika, Hafnafirði. Skráning kjörfulltrúa hefst klukkan 16:20 og þingið sjálft 17:00. Áætluð þingslit eru 21:00. Dagskrá í heild sinni má sjá hér. Streymt verður beint frá þinginu á Facebook síðu Frjálsíþróttasambandsins. Einungis er um streymi að ræða en ekki gagnvirka þátttöku. Þingið er skipulagt með […]

meira...

20 ár liðin frá bronsverðlaunum Völu

Í dag, 25. september, eru liðin 20 ár frá því að Vala Flosadóttir vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Sidney. Vala varð þarna þriðji Íslendingurinn til þess að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum. Jafnframt hefur engin Íslendingur unnið til verðlauna í einstaklingsgrein frá því að Vala gerði það árið 2000. Vala bætti sig þennan dag […]

meira...
1 2 3 267
X
X