Úrslit á MÍ í 5km götuhlaupi og Víðavangshlaupi ÍR

Á sumardaginn fyrsta fór Víðvangshlaup ÍR fram í 102. sinn. en hlaupið var jafnframt Íslandsmeistaramót í 5 kílómetra götuhlaupi. 501 voru skráðir til leiks og er hlaupið orðið órjúfanlegur þáttur í hátíðarhöldum Reykjavíkurborgar á sumardaginn fyrsta ár hvert. Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Fjölni og Arnar Pétursson, ÍR sigruðu í flokki kvenna og karla í þessu 102. […]

meira...

Jón S. Ólafsson með bronsverðlaun á HM Öldunga í Suður Kóreu!

Jón S. Ólafsson vann til bronsverðlauna í stangarstökki í flokki karla 60–64 ára á heimsmeistaramóti öldunga innanhúss, sem haldið var í Daegu í Suður-Kóreu nýverið. Jón stökk yfir 3,00 metra. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem Jón vinnur til verðlauna á heimsmeistaramóti því á heimsmeistaramóti öldunga utanhúss sem haldið var í […]

meira...

Sumarstarf á skrifstofu FRÍ

Umsóknarfrestur um sumarstarf á skrifstofu FRÍ rennur út á miðnætti á morgun sunnudaginn 23 apríl og því enn möguleiki að sækja um spennandi og krefjandi starf. Hér er texti úr auglýsingunni sem birtist í Fréttablaðinu fyrir skömmu: Verkefnastjóri hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands, sumarstarf Frjálsíþróttasamband Íslands óskar eftir að ráða sjálfstæðan og drífandi verkefnastjóra á skrifstofu FRÍ […]

meira...

Hefur þú áhuga á að gerast mælingamaður eða mælingakona fyrir keppnishlaup?

Í júní verður haldið námskeið á vegum AIMS (Association of International Marathons and Distance Races) í að mæla vegalengdir og taka út framkvæmd keppnishlaupa. Kennari á námskeiðinu er Hugh Jones starfsmaður AIMS. Námskeiðskostnaður er ca. 25.000, fer eftir fjölda þátttakenda. Að vera mælingamaður er skemmtileg aukavinna fyrir áhugamenn/konur um hlaup á Íslandi. Er þetta ekki […]

meira...

Sindri Hrafn heldur áfram að bæta sig og sigrar á háskólamóti í USA

Sindri Hrafn Guðmundsson var bæði útnefndur frjálsíþróttamaður vikunnar hjá First Credit Union og hjá Mountain West þegar hann sigraði í spjótkasti á Rafer Johnson/Jackie Joyner-Kersee Invitational sem haldið var í Los Angeles í Kaliforníu helgina 8. og 9. apríl. Sindri bætti eigið skólamet með því að kasta spjótinu 73.06m. Nánari umfjöllun má sá hér sem […]

meira...

Glæsilegur árangur hjá Sindra Hrafni Guðmundssyni spjótkastara

Sindri Hrafn Guðmundsson Breiðabliki keppti um daginn á bandarísku háskólamóti og gerði sér lítið fyrir og sigraði mótið með því að kasta 72.24 m. Jafnframt var um að ræða skólamet í háskólanum hans Utah State University. Með kastinu náði hann einnig lágmörkum fyrir EM U23 sem haldið verður í Póllandi í sumar. Mótið er fyrsta […]

meira...

Hlynur Andrésson frjálsíþróttamaður vikunnar í miðríkjum Bandaríkjanna

Hlynur var útnefndur frjálsíþróttamaður vikunnar í miðríkjum Bandaríkjanna eftir frábæran árangur þann 1. apríl síðastliðinn. Útnefningin er mikill heiður en tíminn hans var sá sjöundi besti í sögu skólans. Hlynur er nú í 19. sæti á NCAA háskólalistanum en þeir bestu í hverri grein keppa á Bandaríska háskólamestaramótinu í vor. Sjá umfjöllun hér: http://emueagles.com/news/2017/4/4/mens-track-andresson-named-mac-track-athlete-of-the-week.aspx

meira...

Hlynur Andrésson setur Íslandsmet í frábæru 5000m hlaupi, 1. apríl.

Hlynur Andrésson ÍR keppti í 5000m hlaupi á Stanford Invitational í Kaliforníu laugardaginn 1. apríl. Hlaupið var frábærlega útfært hjá honum og lauk með gríðarlegum endaspretti þar sem þrír hlauparar börðust um sigurinn og komu í mark með 27/100sek millibili. Hlynur bætti sinn besta tíma um heilar 10 sekúndur og setti um leið nýtt Íslandsmet […]

meira...

Æfingabúðir Úrvalshóps FRÍ heppnuðust vel í Hafnarfirði

Unglinganefnd FRÍ stóð fyrir vel heppnuðum æfingabúðum fyrir efnilegustu frjálsíþróttaunglinga landsins um helgina. Allir lögðust á eitt til að tryggja sérlega vel heppnaða stund í Hafnarfirði. Fyrst er að telja að FH-ingar opnuðu frjálsíþróttahús sitt í Kaplakrika fyrir hópnum. Sama má segja um Setbergsskóla sem opnaði dyr sínar fyrir unglingunum. Nokkrir úrvals þjálfarar sinntu hópnum og gáfu […]

meira...

Hlynur Andrésson byrjar utanhúss keppnistímabilið með stæl

Hlynur Andrésson byrjaði utanhúss tímabilið með bætingu í 1500m á Releigh Relays í North Caroline í Bandaríkjunum um helgina. Hann hljóp á 3:49,19 mín og kom fyrstur í mark, nærri tveimur sekúndum á undan næsta manni. Hlynur átti best 3:50,34 mín síðan í maí 2015 sem kom honum í 8. – 9. sæti í íslenskri […]

meira...
1 2 3 198
X