Hlynur Andrésson með flotta bætingu í 5000m

Hlynur Andrésson ÍR, sem keppir fyrir Eastern Michigan háskólann í Bandaríkjunum hafnaði í 7. sæti á sterku innanhússmóti í Indiana í Bandaríkjunum sl. helgi. Hann hljóp á 14:11.10 mín sem er 3. besti tími sem Íslendingur hefur hlaupið á innanhúss en Hlynur á sjálfur Íslandsmetið, 14:00,83 mín, frá því í apríl fyrr á þessu ári. Hér má […]

meira...

Nýr Úrvalshópur unglinga birtur á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur birt nýjan lista yfir Úrvalshóp unglinga 15-19 ára. Listinn gildir út árið 2017 og 2018. Listann má sjá hér. Þeir sem eru á þessum lista voru aðeins valdir miðað við árangur sumarið 2017. Þeir sem ná lágmörkum á innanhúsmótum okt 2017 – mars 2018 verður bætt inn í hópinn að loknu innanhússtímabilinu […]

meira...

Arnar Pétursson bar sigur úr býtum í Dublin

Arnar Pétursson ÍR, bar um helgina sigur úr býtum í sterku 5 km götuhlaupi í Aware í Dublin. Arnar kom í mark á sínum besta tíma frá upphafi 15:18 mínútum sem er bæting um 2 sek síðan í sumar sem segir mikið um gott form Arnars, en þessi árstími núna er að jafnaði nokkuð þungur […]

meira...

Icepharma er nýr aðalstyrktaraðili Frjálsíþróttasambands Íslands

Icepharma er einn af aðalstyrktaraðilum Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ). Samningurinn var undirritaður á Uppskeruhátíð FRÍ sem fram fór föstudaginn 1. desember sl. Samningurinn við Icepharma, sem er umboðsaðili Nike á Íslandi, mun koma sambandinu að gríðarlega góðum notum og gera Frjálsíþróttasambandinu kleift að fá keppnisbúninga og fatnað frá Nike handa íþróttamönnunum okkar til keppni. Icepharma er […]

meira...

Öldungar sem hlutu viðurkenningar á Uppskeruhátíð FRÍ

Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands fór fram föstudaginn 1. desember sl. en á hátíðinni var veittur mikill fjöldi viðurkenninga. Hér fyrir neðan er upptalning á þeim viðurkenningum sem veitt voru öldungum fyrir glæsilegan árangur á árinu sem er að líða og sl. 2-3 ár. Bestu afrek í kvenna-og karlaflokkum árin 2016 og 2017: – Besta afrek í […]

meira...

Ari Bragi og Arna Stefanía heimsóttu Íþróttafélagið Garp

Frjálsíþróttastjörnurnar Ari Bragi Kárason og Arna Stefanía Guðmundsdóttir ferðuðust í gær til Laugalands, Rangárþings Ytra, og heimsóttu iðkendur hjá Íþróttafélagi Garps á æfingu. Ari Bragi og Arna Stefanía stjórnuðu æfingunni með krökkunum og vakti heimsókn þeirra mikla lukku. Um 50 börn iðka íþóttir á vegum íþróttafélagsins í hverri viku. Boðið er upp á frjálsar íþróttir, […]

meira...

Aníta og Hilmar Örn frjálsíþróttafólk ársins

Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands fór fram föstudaginn 1. desember sl. Þar komu frjálsíþróttaiðkendur, þjálfarar, stjórnarfólk, aðstandendur og frjálsíþróttaunnendur saman og fögnuðu góðum árangri á árinu sem er að líða. Á hátíðinni voru veittar ýmsar viðurkenningar fyrir frammúrskarandi árangur. Þráinn Hafsteinsson og Margrét Héðinsdóttir hlutu heiðursviðurkenningar frá Frjálsíþróttasambandi Evrópu (EAA) og Aníta Hinriksdóttir og Hilmar Örn Jónsson […]

meira...

Aðventumót FH

Aðventumót FH fer fram laugardaginn 2. desember í Kaplakrika Yngri iðkendur fá að prófa nokkrar greinar frjálsíþrótta í fjórþraut. Fara þau í gegnum 4 greinar á tveimur tímum. Fjórþrautin hefst kl. 9:00   6-7 ára piltar- greinar 60 m -langstökk – skutlukast og 400 m 6-7 ára stúlkur  – greinar 60 m -langstökk – skutlukast […]

meira...

Vésteinn Hafsteinsson frjálsíþróttaþjálfari ársins í Svíþjóð

Kastþjálfarinn og fyrrverandi kringlukastarinn Vésteinn Hafsteinsson var í gær valinn frjálsíþróttaþjálfari ársins af sænska frjálsíþróttasambandinu. Vésteinn hefur verið mjög farsæll í sínu starfi sem kringlukastþjálfari. Hann þjálfaði um árabil Heims-og Ólympíumeistarann, Gerd Kanter, en hann á þriðja lengsta kast sögunnar. Á síðustu árum hefur Vésteinn þjálfað Svíann Daniel Ståhl, ásamt því að þjálfa fleiri góða […]

meira...

Uppskeruhátíð FRÍ fer fram 1. desember

Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands fer fram föstudaginn 1. desember á Hótel Cabin uppi á 7. hæð í Borgartúni 32. Húsið opnar kl. 17:30 en formleg dagskrá hefst kl. 18:00.   Um skemmtilega og kröftuga dagskrá verður að ræða þar sem heiðursviðurkenningar verða veittar og farið verður yfir árið 2017 í máli og myndum.   Við vonumst til […]

meira...
1 2 3 215
X