Þjálfaranámskeið 1

1. stig – Þjálfun barna yngri en 12 ára / byrjenda (120 kennslustundir – 60 hjá ÍSÍ og 60 hjá FRÍ)

Hæfniviðmið að loknu námi á 1. stigi ÍSÍ:

Að loknu þessu stigi á þjálfarinn að geta skipulagt og stjórnað æfingatíma hjá börnum og unglingum á byrjendastigi. Til þess þarf hann að hafa grundvallarþekkingu á líkamlegum og andlegum þroska barna og unglinga. Hann þarf að þekkja starfsemi líkamans auk helstu aðferða við kennslu. Þjálfarinn á að kunna helstu grunnatriði í tækni, leikfræði og reglum í séríþróttagrein.

Hæfniviðmið að loknu námi á 1. stigi FRÍ:

Að loknu námi á 1. stigi FRÍ á nemandi að hafa:

Þekkingu á: vexti og þroska barna og tengslum við þjálfunarglugga, þjálfunarþáttum, grunntækni frjálsíþrótta, grunnreglum í frjálsíþróttum, móta- og keppnisfyrirkomulagi barna U12 ára, leikjum og æfingum sem henta við þjálfun og kennslu frjálsíþrótta.

Leikni í: að byggja upp og skipuleggja æfingatíma, hópskiptingum og að stýra hóp.

Hæfni til: að skipuleggja og stýra æfingum í frjálsíþróttum hjá krökkum undir 12 ára aldri, að nota leiki og frjálsíþróttalíkar æfingar til þess að þjálfa mismunandi þjálfunarþætti og efla færni iðkenda í grunnhreyfingum og frjálsíþróttatengdum æfingum og greinum.

Viðfangsefni 1. stigs FRÍ: Vöxtur/þroski og þjálfunargluggar; hlutverk þjálfarans; að stjórna hóp/samskipti; öryggi og skipulag æfinga (tímaseðlagerð); virkni á æfingum; leikir og æfingar; grunnur að frjálsíþróttagreinum – spretthlaup, grindahlaup, boðhlaup, lengri hlaup, hástökk, langstökk, spjótkast, kúluvarp, kringlukast; keppnisfyrirkomulag og mót; keppnisreglur.

Inntökuskilyrði er 16 ára aldur og grunnskólapróf. 

Þegar stiginu er lokið fær viðkomandi réttindi sem þjálfari barna 12 ára og yngri.

Hérna er að finna fræðsluefni sem tengist 1. stigs þjálfaranámskeiði FRÍ:

Nánari fyrirspurnir

Deila

Skjöl

Skjal

Skráarsnið

Stærð

Niðurhal

Prufu skjal
PDF

Þjálfaranámskeið 1

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit