Það helsta í fréttum

Vikan: Ísland með fimm titla

Baldvin Þór Magnússon (UFA) varð þrefaldur svæðismeistari MAC (Mid-American Conference) um helgina. Á föstudag keppti Baldvin í 10.000 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 30:14,23 mín. Það er persónuleg bæting en hann hefur ekki keppt í þessari vegalengsd á braut síðan 2019.

Viltu verða betri hlaupaþjálfari?

Langhlaupanefnd FRÍ stendur fyrir námskeiði ætlað hlaupaþjálfurum dagana 3. og 5. júní. Leiðbeinandi er Max Boderskov, cand.scient í íþróttum og sérfræðingur í hlaupum og hlaupaþjálfun. Max er höfundur að námskeiðum varðandi hlaupaþjálfun í Danmörku, reynslumikill hlaupari, fyrirlesari og hlaupaþjálfari.

Fyrri afreksúthlutun 2022

Úthlutað hefur verið úr Afreksjóði FRÍ fyrir árið 2022. Að þessu sinni var úthlutað 12 milljónum á eftirfarandi einstaklinga í þremur flokkum. Hægt er að lesa reglugerð um Afreksjóð FRÍ hér.

VIKAN: Guðrún svæðismeistari í sleggjukasti

Nú eru svæðismeistaramótin í Bandaríkjunum í fullum gangi og við Íslendingar áttum fjóra keppendur á þremur mismunandi meistaramótum og þar á meðal einn svæðismeistara. Guðni varð annar á kastmóti í Svíþjóð.

FRÍdagurinn – stefnumótun til 2030

Stjórn FRÍ, starfsfólk, leiðtogar og lykilfólk úr hreyfingunni kom saman á FRÍ-daginn 7. maí, til að vinna að stefnumótun FRÍ á ýmsum sviðum til ársins 2030.

Reykjavíkurborg samþykkir að hefja hönnun á nýjum þjóðarleikvangi

Á fundi borgarráðs 5. maí lagði borgarstjóri fram tillögu um að Reykjavíkurborg taki þátt í að fjármagna hönnun á þjóðarleikvangi í frjálsíþróttum í samræmi við skýrslu starfshóps um málefnið. Gert er ráð fyrir að viðauki við fjárfestingaáætlun Reykjavíkurborgar verði unninn þegar kostnaðaráætlun fyrir hönnunina liggur fyrir.

Selfoss Classic – 75 ára afmælismót FRÍ

Þann 28. maí fer fram boðsmótið Selfoss Classic - 75 ára afmælismót FRÍ á Selfossvelli. Margt af okkar fremsta frjálsíþróttafólki mun keppa ásamt sterkum erlendum keppendum. Vésteinn Hafsteinsson, fyrrum Íslandsmethafi í kringlukasti, mætir með strákana sína, Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu til gull- og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó á síðasta ári.

VIKAN: Glæsilegur árangur um helgina

Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) kastaði einnig lengst allra í kúluvarpi á Alumni Muster í College Station, Texas. Erna varpaði kúlunni 17,17 metra og er þetta í fjórða skiptið í ár sem Erna kastar yfir 17 metra.

FRÍdagurinn – Þitt innlegg skiptir máli!

Þau eru ófá tækifærin hjá okkur í frjálsíþróttahreyfingunni. Byrinn er með okkur nú að nýloknu FRÍ þingi, á afmælisári FRÍ, kófinu létt! Ný stjórn FRÍ stefnir hátt og langt og horfa lengra en til næsta viðburðar. 

VIKAN: Aldursflokkamet og skólamet

Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) bætti um helgina aldursflokkamet í 100 metra hlaupi 15 ára pilta. Hann kom í mark á tímanaum 11,27 sek. (-1.1) en fyrra metið var 11,28 sek. sem Kolbeinn Höður Gunnarsson setti árið 2010.

Í dag er

17. maí 2022

Sía eftir

Norska frjálsíþróttasambandið

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit