Mótið fer fram 14.-16. febrúar í Osló í Noregi. Heimasíðu mótsins er að finna hér. Þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um mótið.
Skráningu á mótið þarf að senda með tölvupósti á netfangið ukifriidrett@gmail.com. Í póstinum þarf að koma fram fullt nafn, fæðingardagur, kyn, keppnisgreinar og ríkisfang. Upplýsingar um hvernig skuli greiða fyrir þátttöku koma síðar.
Skráningarfrestur er til og með 3. febrúar 2025.