Fyrsta Evrópumeistaramótið í götuhlaupum fer fram 12.-13. apríl í Bussels-Leuven, Belgíu. Þetta er einstaklingsverkefni þar sem íþróttamenn keppa sem fulltrúar Íslands. Stefnt er að því að velja einn karl og eina konu í hverja vegalengd, 10km, hálft maraþon og maraþon. Farið verður eftir valreglum Langhlaupanefndar FRÍ en endanlegt val verður í höndum afreksstjóra FRÍ og Langhlaupanefndar FRÍ.