Hvað eru Krakkafrjálsar (e. Kids’ Athletics)?
Krakkafrjálsar er prógramm frá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu sem hefur það að markmiði að koma börnum og unglingum um allan heim á hreyfingu! Krakkafrjálsar nota kraft og skemmtun frjálsíþróttanna til að hvetja börn og unglinga til að vera virk, efla færni sína og sjálfstraust og tengjast íþróttum fyrir lífstíð. Markmiðið er einnig að búa til alþjóðlega hreyfingu sem setur börn og unglinga í hjarta íþróttarinnar og íþróttir í hjarta lýðheilsu og hreyfingar.
Krakkafrjálsar eru eitt af stærstu grasrótarþróunarverkefnum íþróttaheimsins og hefur verkefnið verið í gangi frá árinu 2002. Árið 2021 var það endurskoðað og uppfært og gert aðgengilegt á vef Alþjóða frjálsíþróttasambandsins með það að markmiði að ná til ennþá fleiri barna og unglinga.
Krakkafrjálsar hafa verið innleiddar hjá fleiri en 100 aðildarfélögum og hafa þær náð til meira en 13 milljón barna og unglinga um allan heim.
Krakkafrjálsar eru þróaðar af þjálfurum, kennurum og ungu fólki um allan heim og bjóða upp á einstaklega skemmtilega og hvetjandi íþróttaupplifun fyrir börn og unglinga á aldrinum 4 til 14 ára.
Gildi krakkafrjálsra eru virðing, þrautseigja, vinátta og stolt.
Fyrir hverja eru krakkafrjálsar?
Krakkafrjálsar eru fyrir alla!
Krakkafrjálsar eru fyrir þjálfara, kennara, sjálfboðaliða og foreldra sem vilja virkja börn og unglinga í skemmtilegu frjálsíþróttastarfi. En fyrst og fremst eru krakkafrjálsar fyrir öll börn og alla unglinga á aldrinum 4-14 ára sem hafa áhuga á að taka þátt í fjölbreyttu og skemmtlegu frjálsíþróttastarfi.
Verum með!
Krakkafrjálsar eru þróaðar af kennurum, þjálfurum og ungu fólki um allan heim og bjóða upp á skemmtilegar og fjölbreyttar æfingar og einstaklega skemmtilega, hvetjandi og góða upplifun fyrir börn og unglinga á aldrinum 4 til 14 ára. Krakkafrjálsar samanstanda af æfingum og hreyfingum sem eru grunnurinn í frjálsum íþróttum, og eru skemmtilegar, fjölbreyttar og félagslegar. Auk þessa bjóða krakkafrjálsar upp á kynningu á greinum frjálsíþrótta sem og keppni í frjálsíþróttum.
Sjá nánar á vef Krakkafrjálsra hjá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu.