Handbækur og leiðarvísar

Hér að neðan er að finna allskyns handbækur, og önnur skjöl sem gagnast þeim sem eru að innleiða Krakkafrjálsar í einhverri mynd, hvort sem það eru þjálfarar, íþróttakennarar eða viðburðahaldarar.

Athugið að unnið er að því að þýða neðangreint efni yfir á íslensku.

Handbók fyrir kennara og þjálfara

Handbókin kynnir Krakkafrjálsar fyrir kennurum og þjálfurum. Þar er að finna upplýsingar um hvernig hægt er nota æfingarnar í prógramminu til að byggja upp líkamlega, tilfinningalega og félagslega færni hjá börnum og unglingum í gegnum frjálsar íþróttir. Í handbókinni er einnig að finna leiðir til að aðlaga æfingarnar og búnaðinn þannig að það sé hægt að iðka krakkafrjálsar nánast hvar sem er. Handbókin inniheldur gagnleg sniðmát til að skipuleggja skemmtilega og fjölbreytta viðburði.

Handbókina er hægt að finna hérna á ensku.

Fyrstu skrefin

Fyrstu skrefin er leiðarvísir að því hvernig eigi að kynna krakkafrjálsar fyrir börnum og unglingum. Í þessum leiðarvísi er að finna upplýsingar um hvernig eigi að skipuleggja og setja upp skemmtilegan frjálsíþróttaviðburð fyrir mismunandi aldurshópa með fjölbreyttum æfingum sem reyna á allskyns mismunandi hæfni og áhuga. 

Stig 1 er fyrir…

Stig 2 er fyrir…

Leiðarvísir fyrir stig 1 er að finna hérna á ensku.

Leiðarvísir fyrir stig 2 er að finna hérna á ensku.

Leiðarvísir fyrir íþróttakennara

Hér er um að ræða leiðarvísi fyrir íþróttakennara barna og unglinga þar sem farið er yfir hvernig hægt að er að innleiða frjálsíþróttir í íþróttakennslu hjá yngri bekkjum grunnskóla. Þessi leiðarvísir er í raun viðbót við fyrstu-skrefin leiðarvísinn hér að ofan. Við vonumst til að þessar hugmyndir hvetji og hjálpi íþróttakennurum að innleiða frjálsíþróttir í kennslu sína.

Leiðarvísir fyrir íþróttakennara er að finna hérna á ensku.

Keppnishandbók

Þessi handbók inniheldur upplýsingar um það hvernig setja eigi upp keppni í krakkafrjálsum. Handbókin inniheldur m.a. svokölluð æfingakort þar sem farið er ítarlega yfir allskonar frjálsíþróttaæfingar sem hægt er að notast við í krakkafrjálsum. Keppni í krakkafrjálsum er ávallt sett upp með þeim hætti að krakkarnir mynda lið og fara í gegnum keppnina sem lið, þar sem hver og einn leggur sitt af mörkum sem einstaklingur fyrir liðið. Handbókin er hugsuð sem hugmyndabanki og stuðningur við þau sem halda krakkafrjálsra viðburð.

Keppnishandbókina er hægt að finna hérna á ensku.

Viðurkenningaskjöl

Viðurkenningarskjöl sem hægt er að nota þegar verið er að halda krakkafrjálsa viðburð.

Viðurkenningarskjölin er að finna hérna á ensku.

Nánari fyrirspurnir

Deila

Handbækur og leiðarvísar

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit