Bronsleikar ÍR

Bronsleikar ÍR eru haldnir að hausti ár hvert. Leikarnir eru til heiðurs Völu Flosadóttur sem vann til bronsverðlauna í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Syndey árið 2000.

Á Bronsleikum er keppt í Fjölþraut barna sem samanstendur af þrautum sem reyna á styrk, snerpu, úthald og samhæfingu. Þrautirnar eru þróaðar sérstaklega fyrir þann aldur sem þær eru lagðar fyrir svo allir ættu að fá skemmtileg viðfangsefni við hæfi.

Tímasetning

Leikarnir árið 2017 verða haldnir 7. október og hefst keppnin klukkan 9:00 hjá 7 ára og yngri og 8 – 9 ára. Upphitun í fjórþraut hjá 10 -11 ára hefst kl. 10:45.

Áætlað er að ljúka verðlaunaafhendingu hjá yngsta hópnum kl. 11:00 og þeim elsta klukkan 13:45.

Nánari upplýsingar eru að finna hér; http://ir.is/frjalsar/bronsleikar-ir/