Alþjóða frjálsíþróttasambandið (World Athletics) tilkynnti í dag að íþróttamenn frá Rússlandi og Hvíta Rússlandi eru útilokaðir frá öllum keppnum á vegum alþjóðasambandsins í ótiltekinn tíma vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
Þetta þýðir það að þjóðirnar tvær geta ekki tekið þátt á komandi mótum eins og World Athletics Race Walking Team Championships sem hefst á föstudag og World Athletics Indoor Championships sem fer fram dagana 18.-20. mars.
Hægt er að lesa alla yfirlýsinguna hér.