Mánudaginn 15.maí næstkomandi kl. 19:30 verður haldið yfirdómaranámskeið á skrifstofu FRÍ. Námskeiðið skiptist í bóklegan og verklegan hluta en bóklegi hlutinn fer fram 15.maí og verklegi hlutinn 17.maí kl. 17 til ca. 20:30 á Selfossi.
Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga og getu á að dæma á Meistaramótum Íslands og Global Calendar mótum.
Í bóklega hlutanum verður farið yfir:
- Upprifjun á almennum reglum í frjálsum íþróttum
- Stiklað á stóru í reglum hvers greinaflokks. Aðallega skoðuð uppstilling fyrir hverja grein. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi gott vald á keppnisreglunum.
- Hlutverk yfirdómara, m.a. fara yfir uppsetningu í hverri grein fyrir sig, skera úr um vafaatriði ef þau koma upp, skrifa og skila inn stuttri skýrslu um mótið til FRÍ.
Í verklega hlutanum munu þátttakendur aðstoða við dómgæslu á Vormóti HSK.
Athugið að eftir að þátttakendur hafa lokið námskeiðinu þá er greitt fyrir þeirra störf sem yfirdómari á mótum.
Lágmarksfjöldi þátttakenda svo námskeiðið geti farið fram eru fimm.
Æskilegt er að þátttakendur séu eldri en 20 ára og hafi góða þekkingu á frjálsum, skylda er að hafa nú þegar gild dómararéttindi.
Frítt er á námskeiðið
Vinsamlegast komið þessum upplýsingum áfram til ykkar fólks.
Skráningu skal senda á iris@fri.is í síðasta lagi 13.maí og nánari upplýsingar gefur undirrituð.