Yfir 130 met sett á árinu

Hafdís Sigurðardóttir UFA bætti með í langstökki í sumar í tvígang, en hún stökk lengst 6,40 m með löglegum vindi, en 6,72 m í aðeins of miklum meðvindi á Unglingalandsmótinu á Sauðarkróki í sumar.
 
Kári Steinn Karlsson bætti metið í hálfu-maraþoni í sumar á HM þegar hann kom í mark á 1 klst. 5:13 sek.
 
Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH, var duglegust allra með 38 met í flokkum 14 ára og eldri og þar af 2 í meistaraflokki.
 
Af körlunum var Hilmar Örn Jónsson ÍR drýgstur, en hann setti samtals 9 met í flokkum 18-19 ára og 20-22 ára, í einni grein reyndar sleggjukasti.
 
Lista yfir met í fullorðinsflokkum karla og kvenna má sjá hér.

FRÍ Author