Vinamót Samvest-HSK-Selfoss og FH laugardaginn 23. apríl

 Vinamót Samvest-HSK-Selfoss og FH fer fram í Kaplakrika laugardaginn 23. apríl og hefst kl. 11:00
Keppnisflokkar eru: 11 ára piltar, 11 ára stúlkur, 12 ára piltar, 12 ára stúlkur, 13 ára piltar, 13 ára stúlkur, 14 ára piltar og 14 ára stúlkur. Alls eru 86 keppendur skráðir til leiks og því því mikið um að vera í Kaplakrika á morgun og viðbúið að persónulegar framfarir mælist í öllum greinum. Frábært framtak hjá forsvarsmönnum félaganna að sameinast um vinamót af þessum toga. 
 
Keppnisgreinar – allir aldursflokkar:
60 m hl, 300 m hl, 600 m hl, hástökk, langstökk og kúluvarp.
Tímaseðill – sjá hér
 
 

FRÍ Author