Viltu verða betri hlaupaþjálfari?

Penni

2

min lestur

Deila

Viltu verða betri hlaupaþjálfari?

Langhlaupanefnd FRÍ stendur fyrir námskeiði ætlað hlaupaþjálfurum dagana 3. og 5. júní. Leiðbeinandi er Max Boderskov, cand.scient í íþróttum og sérfræðingur í hlaupum og hlaupaþjálfun. Max er höfundur að námskeiðum varðandi hlaupaþjálfun í Danmörku, reynslumikill hlaupari, fyrirlesari og hlaupaþjálfari. Max hefur komið tvisvar til Íslands að kenna árin 2017 og 2019. Námskeiðið er fyrir byrjendur og lengra komna í hlaupaþjálfun.

Námskeiðið fer fram í Laugardal.

  • Föstudagur (3.júní) frá kl 13-19 (kafffipása og léttar veitingar)
  • Sunnudagur (5.júní) kl 10-18 (Hádegismatur og kaffipása)

Verð 40.000 kr. og þarf að greiða 5.000 kr. staðfestingargjald. Kvittanir fyrir staðfestingjaldinu sendist á langhlaupanefnd@fri.is með skýringuna ‘Max’.

Skráning fer fram hér. (ATH. Aðeins eru 20 pláss í boði)

Upplýsingar fyrir staðfestingargjald:

  • Bankaupplýsingar 0111-26-105601 
  • Kennitala: 560169–6719

Meðmæli

Hér eru nokkur meðmæli frá þjálfurum sem sóttu námskeiðið árin 2019 og 2017:

Ég fór á námskeið hjá Max fyrir þremur árum. Hélt að ég vissi allt um hlaupaþjálfun en Max kom með nokkra nýja punkta og áherslur sem hafa gagnast mér. Mæli því með þessu námskeiði sem var bæði gagnlegt og skemmtilegt”  Sigurður P. Sigmundsson Þjálfari meistaraflokks FH í millivegalengda- og langhlaupum

“Max Boderskov hefur umtalsverða þekkingu og reynslu af því að bæða æfa og þjálfa hlaup. Ég mæli eindregið með námskeiði hans fyrir alla foringja hlaupahópa hér og þá sem hafa áhuga á að þjálfa hlaupara.” Valur Þór Krisjánsson – hlaupaþjálfari ÍRskokk

“Frábært námskeið sem að hjálpaði mér sem þjálfari að kafa dýpra í fræðunum og öðlast meira sjálfstraust sem þjálfari. Verklegi parturinn var líka gagnlegur og skemmtilegur. Vel hægt að mæla með þessu námskeiði fyrir þá sem vilja stíga sín fyrstu spor sem þjálfari eða styrkja sig.” Rúna Rut Ragnarsdottir hlaupaþjálfari og ofurhlaupari.

“Okkur fannst þjálfaranámskeiðið hjá Max bæði skemmtilegt og gagnlegt. Max kom efninu vel til skila og góðar umræður spunnust á námskeiðinu.” Guðmundur og Halla þjálfarar Laugaskokks.

“Mjög gangnlegt, fjölbreytt og faglegt námskeið, Max með frábæra nálgun á hlaupaþjálfun, skýr og skemmtilegur. Mæli eindregið með þessu námskeiði. Námskeið sem hefur hjálpað mér í minni hlaupaþjálfun og frábær námsgögn sem fylgja. Max heldur athygli manns allan tímann og frábært að blanda saman bóklegu og verklegu námskeiði sem ég tel mikilvægt á hlaupaþjálfaranámskeiði.” Þóra Bríet Pétursdóttir hlaupaþjálfari Nattúrahlaup.

“Max er frábær fagmaður og kom fróðleiknum um hlaupaþjálfun til okkar á mannamáli. Ég lærði mjög mikið af þessu námskeiði og hef nýtt mér þessa þekkingu, bæði í hlaupunum mínum og einnig sem þjálfari í Náttúruhlaupum.” Anna Sigríður Arnardóttir.

“Ég fór á hlaupaþjálfaranámskeið hjá Max árið 2019. Hann er hafsjór af fróðleik. Á námskeiðinu fór hann vel yfir þjálfunaraðferðir, orkunotkun líkamans við álag, næringu og margt fleira.  Hópavinnan var líka skemmtileg bæði verkleg og skrifleg. Sumt af þessu vissi maður alveg en það var virkilega gott að setja hlutina í samhengi og rifja upp.” Hreiðar Júliusson hlaupaþjálfari Haukar.

Penni

2

min lestur

Deila

Viltu verða betri hlaupaþjálfari?

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit