Í vikunnni féll eitt Íslandsmet en það var Baldvin Þór Magnússon (UFA) sem bætti Íslandsmet Hlyns Andréssonar (ÍR) í 5000m hlaupi. Hann kom tíundi í mark í sínum riðli á tímanum 13:32,47 mín. á Bryan Clay Invitational mótinu í Azusa, California. Fyrra metið var 13:41,06 mín sem Hlynur setti í júlí á síðasta ári. Baldvin keppir fyrir Eastern Michigan University
Dagbjartur Daði Jónsson (ÍR) sigraði í spjótkasti á Tom Jones Invitational í Gainesville, Flórída með kast upp á 75,61 metra. Í öðru sæti var Mark Porter með kast upp á 71,52 metra og Ahmed Magour í því þriðja með 71,52 metra einnig en Porter var með lengra næst lengsta kast. Dagbjartur keppir fyrir Mississippi state University
Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) varð önnur í Kalíforníu á Mt. SAC Relays í kúluvarpi. Hún varpaði kúlunni 17,17 metra en það var Jorinde Van Klinken frá Arizona State sem sigraði með kast upp á 18,05 metra. Jaida Ross frá University of Oregon varð þriðja með 17,09 metra. Erna keppir fyrir Rice University.
Önnur Úrslit
Dagur Andri Einarsson | ÍR / Hillsdale Chargers | 100m | 10,91 (+1,5) | Tiffin Track Carnival |
Kristófer Konráðsson | Afturelding / Long Beach | 200m | 22,62 (+1,4) | Beach Invitational |
Kristófer Konráðsson | Afturelding / Long Beach | 400m | 50,80 | Beach Invitational |
Óliver Máni Samúelsson | Ármann / Hillsdale Chargers | 100m | 11,03 (+1,4) | Tiffin Track Carnival |
Óliver Máni Samúelsson | Ármann / Hillsdale Chargers | 200m | 22,49 (+2,8) | Tiffin Track Carnival |
MÍ í 5km / Víðavangshlaup ÍR
Á sumardaginn fyrsta, 21. apríl fer eitt fjölmennasta 5 km hlaup landsins fram í hjarta borgarinnar og liggur hlaupaleiðin um miðbæinn. Víðavangshlaup ÍR er eitt af fáum götuhlaupum landsins þar sem götum er lokað og hlauparar fá tækifæri til að leggja þær óáreittir undir sig. Víðavangshlaup ÍR er jafnframt Meistaramót Íslands í 5 km götuhlaupi. Samhliða Víðavangshlaupinu fer jafnframt fram 2,7 km skemmtiskokk.
Upplýsingar um mótið og skráning fer fram hér.
Ljósmynd: EMU