VIKAN: Víðavangshlauparöðin farin af stað og Jón Bjarni á EM masters

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Víðavangshlauparöðin farin af stað og Jón Bjarni á EM masters

Fyrsta hlaup viðavangshlauparaðar Fætur toga og Framfara fór fram um helgina við Kjarrhólma í Kópavogi.

Guðni Siemsen Guðmundsson sigraði í báðum hlaupum í karlaflokki. Styttra hlaupið hljóp hann á tímanum 00:04:07mín en það lengra á tímanum 00:26:55mín.

Embla Margrét Hreimsdóttir (FH) sigrað í báðum hlaupum í kvennaflokki. Styttra hlaupið hljóp hún á tímanum 00:04:09mín en það lengra á tímanum 00:28:27mín.

Í flokki drengja 16 ára og yngri var það Þorkell Máni Erlingsson (Fjölni) sem sigraði í styttra hlaupinu á tímanum 00:04:07mín en í lengra hlaupinu sigraði Hilmar Ingi Bernharðsson (ÍR) á tímanum 00:27:32mín.

Í flokki stúlkna 16 ára og yngri sigraði Helga Lilja Maack (ÍR) í báðum hlaupum. Styttra hlaupið hljóp hún á tímanum 00:04:24mín en það lengra á tímanum 00:28:38mín.

Jón Bjarni Bragason tók þátt í EM masters sem fram fór í Pescara, Ítalíu þann 21. september – 1. október. Hann keppti í kringlukasti, lóðkasti og kastþraut. Kringlunni kastaði hann 46,28m og hafnaði í 5 sæti, lóðinu kastaði hann 17,76m og hafnaði í 4 sæti og í kastþrautinni fekk hann 3574 stig og hafnaði í 5 sæti.

Næsta laugardag, 7. október fer fram annað hlaup í víðavangshlauparöðinni við Ræktunarstöð Reykjavíkur í Fossvogi. Hægt er að skrá sig hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Víðavangshlauparöðin farin af stað og Jón Bjarni á EM masters

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit