VIKAN: Utanhússtímabilið hafið í Bandaríkjunum

Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR)

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

VIKAN: Utanhússtímabilið hafið í Bandaríkjunum

Nú er utanhússtímabilið hafið í Bandaríkjunum og náðist glæsilegur árangur um helgina. Guðni Valur og Mímir náðu sínum ársbesta árangri í Krikanum á Vorkastmóti FH.

Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) stórbætti eigið Íslandsmet í kúluvarpi utanhúss í gær á Texas Relays. Hún varpaði kúlunni 17,29 metra. Fyrra metið var 16,77 metrar sem hún setti í maí á síðasta ári. Mótið fór fram í Austin í Texas fylki og varð hún önnur í keppninni á eftir Kayli Johnson úr Texas Tech háskólanum sem varpaði kúlunni 17,62 metra. Erna Sóley keppir fyrir Rice University og er á þriðja ári. Með þessu kasti er Erna með fimmta besta árangurinn í kúluvarpi kvenna í Evrópu utanhúss í ár. 

Dagbjartur Daði Jónsson (ÍR) opnaði tímabilið sitt í spjótkasti á laugardag á Al Schmidt Bulldog Relays í Starkville, Mississippi. Hann kastaði lengst 76,78 metra sem er jafnframt lengsta opnun hans í greininni á ferlinum. Dagbjartur var annar í keppninni á eftir Anderson Peters sem er núverandi heimsmeistari í greininni en hann kastaði lengst 84,26 metra. Dagbjartur keppir fyrir Mississippi State og er á öðru ári.

Óliver Máni Samúelsson (Ármann) bætti sinn persónulega árangur í 200 metra hlaupi á Adidas Winthrop University Invitational sem fram fór í Rock Hill í South Carolina. Hann kom fjórði í mark á tímanum 22,12 sek. (+1,2) sem er hraðasti tími Íslendings í ár. Óliver hljóp einnig glæsilegt 100 metra hlaup en vindurinn var því miður of mikill og hlaupið því ekki löglegt. Hann kom í mark á tímanum 10,92 sek. (+5,1).

Dagur Andri Einarsson (ÍR) opnaði einnig utanhúss tímabilið sitt um helgina í 100 metra hlaupi á Yellow Jacket Collegiate Outdoor Open í Cedarville, Ohio og kom í mark á tímanum 11,46 sek. (-2,0). Óliver og Dagur keppa fyrir sama skóla, Hillsdale College og er Óliver á fyrsta ári og Dagur á öðru ári. 

Birna Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik) opnaði sitt utanhússtímabil um helgina á Weems Baskin Invitational í Colombia, South Carolina. Í langstökki stökk hún lengst 5,60 metra (+3,4) og í 100 metra grindahlaupi kom hún í mark á tímanum 15,25 sek. (+2,8). Birna keppir fyrir Virginia Tech og er á fyrsta ári

Spretthlauparinn Kristófer Konráðsson (Afturelding) keppti á Refer Johnson and Jackie Joyner-Kersee Invite í Los Angeles, California á laugardag. Í 200 metra hlaupi kom hann í mark á tímanum 22,79 sek. (-1,0). Í 400 metra hlaupi kom hann í mark á tímanum 50,60 sek.

Flottur árangur í Krikanum

Vorkastmót FH fór fram í Kaplakrika á laugardag. Guðni Valur Guðnason (ÍR) og Mímir Sigurðsson (FH) náðu sínum ársbesta árangri í kringluasti. Guðni kastaði lengst 62,88 metra og Mímir 56,01 metra. Hilmar Örn Jónsson (FH) keppti i sleggjukasti og kastaði lengst 70,82 metra.

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

VIKAN: Utanhússtímabilið hafið í Bandaríkjunum

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit