VIKAN: Um 250 keppendur á Aðventumóti Ármanns um helgina

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

VIKAN: Um 250 keppendur á Aðventumóti Ármanns um helgina

Aðventumót Ármanns var haldið laugardaginn 16. desember. Þar tóku um 250 keppendur á öllum aldri þátt auk þess sem um 50 sjálfboðaliðar frjálsíþróttadeildar Ármanns störfuðu við mótið og sáu til að mótið gekk vel fyrir sig.

Mótinu var skipt í þrjá mótshluta, í þeim fyrsta reyndu börn í 1.-4. bekk sig í þrautabraut er reynir á grunnþætti frjálsíþrótta þol, snerpu og styrk. Í öðrum hluta mótsins fór fram fjórþraut barna og ungmenna í 5.-10. bekk. Frábær frammistaða hjá þeim, margar bætingar og þátttökugleði. Síðasti mótshlutinn var svo keppni fullorðinna. Þar hlutu íþróttamenn er náðu yfir 900 afreksstigum samkvæmt stigatöflu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins hollan og góðan glaðning frá Sölufélagi garðyrkjumanna.

Stigahæsta afrek mótsins átti Birna Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik) með stökki upp á 6,02m í langstökki sem gefa 1003 afreksstig. Aðrir sem náðu yfir 900 afreksstig á mótinu voru þær Júlía Kristín Jóhannesdóttir (Breiðablik) með 997 stig fyrir 7,67s. í 60m hlaupi, Freyja Nótt Andradóttir (ÍR) með 985 stig fyrir 7,71s. í 60m hlaupi, Birta María Haraldsdóttir (FH) með 974 stig fyrir 1,75m í hástökki, Ingibjörg Sigurðardóttir (ÍR) með 956 stig fyrir 57,52s í 400 metra hlaupi og 925 stig fyrir 25,78s í 200 metra hlaupi, Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) með 928 stig fyrir 25,75s. í 200m hlaupi og Hekla Magnúsdóttir (Ármann) með 902 stig fyrir 7,98s. í 60m hlaupi.

Eitt aldursflokkamet var sett á mótinu þegar Ármenningurinn Karl Sören Theodórsson bætti aldursflokkamet í stangarstökki 14 ára pilta þegar hann stökk 3.51m.

Birna Kristín með stigahæsta afrek mótsins, 1003 stig.
Karl Sören með nýtt aldursflokkamet í stangarstökki 14 ára pilta, 3.51m.

Andrea Kolbeinsdóttir var kjörin íþróttakona Reykjavíkur annað árið í röð á miðvikudaginn síðasta. Hægt er að lesa nánar um það hér.

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

VIKAN: Um 250 keppendur á Aðventumóti Ármanns um helgina

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit