VIKAN: Tvö lágmörk á EM U23

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Tvö lágmörk á EM U23

Evrópusambandið hefur birt lágmörk fyrir EM U23 sem fram fer í Espoo í Finnlandi dagana 13.-16. júlí og EM U20 sem fram í Jerúsalem í Ísrael dagana 7.-10. ágúst. Lágmarkatímabilið fyrir bæði mótin hófst 1. janúar 2022 og erum við nú þegar komin með tvo einstaklnga inn á EM U23. Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) er komin með lágmark í sleggjukasti. Lágmarkið er 61,00m og kastaði hún lengst 65,35m í ár sem er jafnframt Íslandsmet og aldursflokkamet í U23 ára flokki. Kristján Viggó Sigfinnsson (Ármann) er kominn með lágmark í hástökki. Hann stökk 2,20m í febrúar á þessu ári en lágmarkið er 2,15m. Elísabet og Kristján eru bæði í háskóla í Bandaríkjunum, Elísabet er í Texas State University og Kristján er í University of Arizona.

Hér má finna lágmörk og nánari upplýsingar um erlenda mótaþátttöku fyrir árið 2023.

Silfurleikar ÍR

Um helgina fóru fram Silfurleikar ÍR í Laugardalshöll og voru tæp 600 keppendur skráð til keppni. Það náðist glæsilegur árangur á mótinu. Um 500 persónulegar bætingar náðust á mótinu og var mikil stemning í höllinni. Eitt aldursflokkamet var sett og var það Tobías Þórarinn Matharel (UFA) sem setti aldursflokkamet í þrístökki pilta 13 ára er hann stökk 11,63m. Freyja Nótt Andradóttir (FH) heldur áfram að hlaupa á frábærum tímum og hljóp á tímanum 7,76 sek. sem er þremur sekúndúbrotum frá aldursflokkameti hennar sem hún setti í byrjun nóvember. Ísold Sævarsdóttir (FH) var aðeins sekúndubroti frá aldursflokkameti í 60m grindahlaupi (76,2cm) og kom í mark á tímanum 8,88 sek. Heildarúrslit mótsins má finna hér. 

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Tvö lágmörk á EM U23

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit