VIKAN: Tvö Íslandsmet

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

VIKAN: Tvö Íslandsmet

Innanhúss tímabilið er svo sannarlega hafið og féllu tvö Íslandsmet í vikunni. Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) bætti 30 ára gamalt Íslandsmet í 60 metra hlaupi innanhúss á Nike mótaröðinni í Kaplakrika á fimmtudag. Kolbeinn kom í mark á tímanum 6,68 sek. og bætti hann met Einars Þórs Einarssonar um tólf hundruðustu úr sekúndu. Dawid Boc (FH) kom annar í mark á tímanum 6,97s og þriðj var Gylfi Ingvar Gylfason (FH) á 6,98 sek. sem er persónulegt met hjá honum. Dawid hljóp á 6,93s í undanúrslitahlaupinu sem er persónulegt met.

Það náðist frábær árangur í langstökki á mótinu. Daníel Ingi Egilsson bætti sinn persónulega árangur í langstökki er hann stökk 7,24m og Irma Gunnarsdóttir jafnaði sinn persónulega árangur með stökk upp á 6,14m. Heildarúrslit mótsins má finna hér.

Baldvin með Íslandsmet í mílu

Baldvin Þór Magnússon bætti á laugardag Íslandsmet Hlyns Andréssonar í mílu hlaupi inannhúss á Michigan Invitational í Ann Arbor, Michigan. Baldvin kom Baldvin kom fimmti í mark í mjög sterku hlaupi á tímanum 3:59,60 mín. og var fyrra metið var 4:03,61 mín. Baldvin var fyrsti Íslendingurinn til að brjóta fjögurra mínútna múrinn í mílu innanhúss þegar hann hljóp á 3:58,08 mín. í fyrra sem er enn besti tími Íslendings innanhúss frá upphafi. Hlaupið fór hins vegar fram á 300m braut og fékkst tíminn því ekki staðfestur sem Íslandsmet.

Íslandsmetið í mílu hlaupi utanhúss er orðið rúmlega 40 ára gamalt en það er í eigu Jóns Diðrikssonar, 3:57,63 mín. Frjálsíþróttavefurinn Silfrið skrifaði frábæra grein um afrek jóns sem lesa má um hér.

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir (ÍR) bætti sinn besta árangur í lóðkasti um helgina á Virginia Tech Invitational. Hún endaði í fjórða sæti og kastaði lengst 18,73m. Íslandsmethafinn í sleggjukasti, Elísabet Rut Rúnarsdóttir, var að hefja ferilinn sinn í Bandaríkjunum þegar hún keppti í lóðkasti á Corky Classic í Lubbock, Texas um helgina. Hún kastaði lengst 18.02m. og varð í öðru sæti.

Ísak Óli Íslandsmeistari fimmta árið í röð

Ísak Óli Traustason (UMSS) var í gær krýndur Íslandsmeistari í sjöþraut karla á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum. Hann hlaut alls 5074 stig og er þetta í fimmta sinn sem Ísak verður Íslandsmeistari í greininni.

„Það var góð tilfinning í nokkrum greinum en árangurinn var ekki nálægt mínu besta í neinu. Maður er bara að komast í gang á tímabilinu og ég er bara mjög sáttur“ sagði Ísak.

Birnir Vagn Finnson (UFA) varð annar með 2785 stig og Ægir Örn Kristjánsson (Breiðablik) endaði þriðji með 1918 stig. Birnir og Ægir þurftu báðir að ljúka keppni eftir fyrri daginn vegna meiðsla.

Heildarúrslit mótsins má finna hér.

Anna og Ágúst með bestan árangur

Um helgina fór fram Meistaramót Íslands í eldri aldursflokkum í Laugardalshöll. Anna Sofia Rappich (UFA) var með besta árangur kvenna samkvæmt World Masters Athletics prósentu. Anna hljóp á tímanum 8,90 sek. í 60 metra hlaupi serm eru 97,30 prósent. Ágúst Bergur Kárason (UFA) var með besta árangur karla samkvæmt WMA prósentu og hljóp á tímanum 8,02 sek í 60m hlaupi sem eru 90,02 prósent.

Heildarúrslti mótsins má finna hér. 

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

VIKAN: Tvö Íslandsmet

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit