VIKAN: Tvö Íslandsmet til viðbótar

Ljósmynd: Gunnlaugur Júlíusson

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

VIKAN: Tvö Íslandsmet til viðbótar

Erna Sóley varð í gær svæðismeistari á nýju Íslandsmeti. Eitt Íslandsmet og þrjú mótsmet voru sett á Meistaramóti Íslands innanhúss og voru það FH-ingar sem urðu Íslandsmeistarar félagsliða. Iceland Masters Open hefst á föstudag.

Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) varð í kvöld svæðismeistari á nýju Íslandsmeti í kúluvarpi kvenna innanhúss. Lengsta kastið kom í þriðju umferð og mældist það 17,92 metrar. Hún bætti því eigið Íslandsmet um 22 sentímetra og er þetta í þriðja skiptið sem hún bætir Íslandsmetið innanhúss í ár. Íslandsmetið hennar utanhúss er 17.29 metrar. Svæðismeistaramótið (Conference USA Indoor Championships) fór fram í Birmingham, Alabama og er þetta þriðja árið í röð sem hún vinnur titilinn innanhúss. Hún hefur unnið hann tvisvar utanhúss, árin 2019 og 2022.

Daníel Ingi Egilsson (FH) stórbætti á laugardag tólf ára gamalt Íslandsmet í þrístökki karla á Meistaramóti Íslands. Daní­el stökk lengst 15,49 metra og stórbætti þar með Íslandsmet Krist­ins Torfa­son­ar frá ár­inu 2011. Metið var áður 15,27 metr­ar. Hann varð svo einnig Íslandsmeistari í langstökki með stökki upp á 7,23 metra en hann er búinn að stökkva lengst 7,35 metra í ár sem er hans persónulegi besti árangur.

Irma Gunnarsdóttir (FH) var hársbreidd frá Íslandsmetinu sínu í þrístökki kvenna þegar hún sigraði á nýju mótsmeti. Hún stökk lengst 13,34 metra en metið hennar í greininni er 13,36 metrar.

Það var lið FH sem urðu Íslandsmetistar félagsliða en þau sigruðu bæði karla og kvenna flokkinn. Þau hlutu alls 64 stig. Í öðru sæti var lið ÍR með 30 stig lið HSK/Selfoss var í því þriðja með 19 stig.

Hægt er að lesa meira um Meistaramótið hér.

Iceland Masters Open um helgina

Um helgina, dagana 24.-26. febrúar fer fram Iceland Master Open / Norðurlandameistaramót Masters í Laugardalshöll og eru um 250 keppendur skráðir til leiks frá þrettán þjóðum. Mótið er bæði Norðurlandameistaramót sem og opið mót fyrir aðrar þjóðir.

Heimsíða mótsins má finna hér.

Mótin framundan

DagsetningMótStaðurAldur
24-26. febrúarNM Í eldri aldursflokkumLaugardalshöll35 ára og eldri
2-5. marsEvrópumeistaramótIstanbul, TyrklandFullorðnir
9. marsNike mótaröðinKaplakrikiFullorðnir
11-12. marsEvrópubikar í köstumLeiria, PortúgalU20, U23, Fullorðnir
11. marsAkureyrarmót UFA og Kjarnafæði NorðlenskaBoginn, AkureyriBlandað

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

VIKAN: Tvö Íslandsmet til viðbótar

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit