VIKAN: Tvö Íslandsmet slegin á MÍ

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Tvö Íslandsmet slegin á MÍ

Meistaramót Íslands

Frábærri Meistaramóts helgi lokið á Akureyri. Tvö Íslandsmet voru slegin og sjö mótsmet. En það voru þær Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) og Irma Gunnarsdóttir (FH). Erna Sóley bætti eigið Íslandsmet í kúluvarpi utanhúss með kast upp á 17,91 m. sem er aðeins einum sentimeter frá Íslandsmeti hennar innanhúss og Irma bætti eigið Íslandsmet í þrístökki er hún stökk 13,61 m. og voru þrjú af sex stökkum yfir gamla metinu hennar.

Mótsmet:

  • Baldvin Þór Magnússon I 1500m I 3:50,87 mín.
  • Elísabet Rut Rúnarsdóttir I Sleggjukast I 68,70 m.
  • Erna Sóley Gunnarsdóttir I Kúluvarp I 17,91 m.
  • Helga Þóra Sigurjónsdóttir I Hástökk I 1,80 m. – jöfnun á mótsmeti
  • Irma Gunnarsdóttir I Þrístökk I 13,61 m.
  • Kristófer Þorgrímsson I 100m I 10,58 sek.
  • Sindri Hrafn Guðmundsson I Spjótkast I 82,55 m.

Hægt er að lesa nánar um Mí hér:

Dagur 1

Dagur 2

Dagur 3

Úrvalsmót ÍR nr. 2

Úrvalsmót ÍR nr. 2 fór fram á ÍR vellinum á mánudaginn 24. júní. Á úrvalsmótinu er keppt í kastgreinum; kúluvarpi, sleggjukasti, spjótkasti og kringlukasti. Úrslit mótsins eru að finna hér.

Frammundan

MÍ í 10 km verður haldið samhliða Ármannshlaupinu og fer fram á morgun, 2. júlí. Hlaupið hefst kl. 20:00 við Kolaportið og liggur leiðin svo til hægri um Miðbakka og Austurbakka, gegnum Hörputorg og þaðan að vitanum við Viðeyjarferjuna. Sömu leið er farið til baka. Hlaupið verður vottað af Frjálsíþróttasambandi Íslands. Hægt er að lesa nánar um það hér.

Mí í hálfu maraþoni verður haldið samhliða Akureyrarhlaupi UFA þann 4. júlí.

DagsetningMótStaðsetning
2. júlíÁrmannshlaupið (MÍ í 10 km)Reykjavík
4. júlíAkureyrarhlaup UFA (MÍ í hálfu maraþoni)Akureyri
5.-7. júlíGautaborgarleikarnirSvíþjóð
13.-14. júlíMeistaramót Íslands 11-14 áraLaugar
16. júlíHéraðsmót USAH utanhússBlönduósvöllur

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Tvö Íslandsmet slegin á MÍ

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit