VIKAN: Þrjú hlaup á tveimur tímum

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Þrjú hlaup á tveimur tímum

Vikan í frjálsum íþróttum: Nú er innanhúss tímabilið að hefjast og eru íþróttamenn bæði hér sem og erlendis að opna tímabilið sitt. Fimm Íslendingar hófu tímabilið sitt í Bandaríkjunum um helgina, þar á meðal einn fremsti millivegalengdahlaupari landsins, Baldvin Þór Magnússon. Spretthlauparinn Guðbjörg Jóna bætti eigið Íslandsmet og aldursflokkamet féll á Írlandi. Úrslit frá mótum helgarinnar má finna hér. 

Baldvin á flottum tímum í Ohio

Um helgina keppti Baldvin Þór Magnússon (UFA) á Akron Quad mótinu í Akron, Ohio. Það var stíf dagskrá hjá Akureyringnum er hann hljóp þrjú hlaup á innan við tveimur klukkustundum. Hann hóf mótið á persónulegri bætingu í míluhlaupi og vann hlaupið á tímanum 4:04,15 mín. Rúmum klukkutíma síðar hljóp hann 800 metra hlaup á tímanum 1:52,79 mín. og hafnaði þar í öðru sæti. Hann kláraði mótið með sigur í 3000 metra hlaupi á tímanum 8:09.62 rúmum hálftíma eftir að hann hljóp 800 metra hlaupið en hann á Íslandsmetið í greininni sem er 7:53,72 mín. Árangurinn hans í míluhlaupinu er í topp 20 í Bandaríkjunum. 

Íslandsmet og aldursflokkamet

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (ÍR) bætti um helgina eigið Íslandsmet í 60 metra hlaupi innanhúss er hún hljóp vega­lengd­ina á 7,43 sek. á Helgar­móti Reykja­vík­ur­fé­lag­anna í Laugardalshöll. Tiana Ósk Whitworth hljóp einnig und­ir Íslands­mettíma Guðbjarg­ar er hún hljóp á 7,45 sek. Þessi tími Guðbjargar setur hana í 7. sæti á Evrópulista í U23 ára flokki.  

Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) setti aldursflokkamet í 15 ára flokki í 60 metra hlaupi á Northern Ireland Indoor Sprints and Hurdles. Hann kom í mark á 7,23 sek. en gamla metið var 7,25 sem Sveinn Elías Elíasson setti árið 2004. Arnar er gríðarlega efnilegur í bæði spretthlaupum og fjölþrautum og setti samtals fimm aldursflokkamet árið 2021. Arnar er fæddur árið 2007 og er búsettur á Írlandi.

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Þrjú hlaup á tveimur tímum

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit