VIKAN: Styttist í MÍ í víðavangshlaupum

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Styttist í MÍ í víðavangshlaupum

Um helgina fór fram annað Víðavangshlaup Fætur toga og Framfara við Borgarspíalann í Reykjavík. Það voru aftur þau Íris Dóra Snorradóttir (FH) og Arnar Pétursson (Breiðablik) sem komu fyrst í mark og má sjá heildarúrslit hlaupsins hér. Þriðja og síðasta hlaupið fer fram 29. október við ræktunarstöð Reykjavíkur í Fossvogi.

MÍ í víðavangshlaupum

Á laugardag, 15. október, fer fram Meistaramót Íslands í víðavangshlaupum við Tjaldsvæðið í Laugardal. Skráning keppenda fer fram á netskraning.is og er hægt að skrá sig þar til klukkutíma fyrir fyrstu ræsingu.

KeppnisflokkarVegalengd (u.þ.b.)Ræst kl.
Piltar og stúlkur 12 ára og yngri1,5 km10:00
Piltar og stúlkur 13-14 ára1,5 km10:15
Piltar og stúlkur 15-17 ára3 km10:30
Piltar og stúlkur 18-19 ára6 km11:00
Karlar og konur 20 ára og eldri9 km11:00

Keppt er í bæði einstaklings- og sveitakeppni, þar sem þrír skipa hverja sveit. Fyrstu þrír keppendur í hverjum flokki hljóta verðlaun og fyrsta sveit í hverjum flokki. Verðlaunaafhending verður sem fyrst eftir að keppni líkur í hverjum flokki.

Start og mark er á miðjum tjaldsvæði Reykjavíkurborgar í Laugardal og hlaupið í grasbrekkum og malarstígum þar í kring. Brautin er nokkuð hæðótt.

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Styttist í MÍ í víðavangshlaupum

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit