Um helgina fór fram þriðja og síðasta Víðavangshlaup Fætur toga og Framfara við Borgarspíalann í Reykjavík.
Arnar Pétursson (Breiðablik) sigraði í báðum hlaupum í karlaflokki. Styttra hlaupið hljóp hann á tímanum 00:04:02mín en það lengra á tímanum 00:26:22mín.
Íris Anna Skúladóttir (FH) sigrað í báðum hlaupum í kvennaflokki. Styttra hlaupið hljóp hún á tímanum 00:04:37mín en það lengra á tímanum 00:30:20mín.
Í flokki drengja 16 ára og yngri var það Illugi Gunnarsson (ÍR) sem sigraði í styttra hlaupinu á tímanum 00:04:29mín en í lengra hlaupinu sigraði Sindri Karl Sigurjónsson (Flandri) á tímanum 00:30:03mín.
Í flokki stúlkna 16 ára og yngri sigraði Helga Lilja Maack (ÍR) í báðum hlaupum. Styttra hlaupið hljóp hún á tímanum 00:05:01mín en það lengra á tímanum 00:32:32mín.
Heildarúrslit hlaupsins er hægt að finna hér.
MÍ í víðavangshlaupum
Laugardaginn 21. október fer fram Meistaramót Íslands í víðavangshlaupum við Tjaldsvæðið í Laugardal. Skráning keppenda fer fram hér, hægt að skrá sig þar til klukkutíma fyrir fyrstu ræsingu. Það kostar 1500kr fyrir 13 ára og eldri en er frítt fyrir 12 ára og yngri.
Keppt verður bæði í einstaklings- og sveitakeppni, þar sem þrír skipa hverja sveit. Fyrstu þrír keppendur í hverjum flokki hljóta verðlaun en einnig fyrsta sveit í hverjum flokki. Verðlaunaafhending verður fljótlega eftir að keppni líkur í hverjum flokki.
Start og mark er á miðju tjaldsvæði Reykjavíkurborgar í Laugardal og hlaupið verður í grasbrekkum og malarstígum þar í kring. Brautin er nokkuð hæðótt.