VIKAN: Sindri með silfur í Tucson og glæsilegur árangur á Selfossi

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Sindri með silfur í Tucson og glæsilegur árangur á Selfossi

Það var nóg um að vera hjá íslensku frjálsíþróttafólki í vikunni. Sindri Hrafn Guðmundsson (FH) var annar í spjótkasti á USATF Throws Fest í Tucson, Arizona. Sindri kastaði lengst 77,05 metra en sigurvegarinn, Curtis Thompson kastaði 79,34 metra. Sindri er búinn að kasta lengst 80,09 meta sem er þriðja lengsta kastið hans á ferlinum og er næst á dagskrá hjá honum Norðurlandameistaramótið í Kaupmannahöfn sem fer fram um helgina .

Vormót HSK fór fram á miðvikudag og náðist þar frábær árangur. Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) hljóp vel undir Íslandsmeti Ara Braga Kárasonar (FH) í 100m hlaupi er hann kom í mark á tímanum 10,37 sek. en vindurinn var of mikill eða +4,3. Met Ara Braga er 10,51 sek frá árinu 2017. Kolbeinn sýndi frábært form á innanhússtímabilinu og verður hann á meðal keppenda á Norðurlandameistaramótinu þar sem hann fær góða keppni. Irma Gunnarsdóttir bætti sinn persónulega besta árangur í langstökki með glæsilegu stökki upp á 6,40 metra (+1,7) en hún átti best 6,36 metra innanhúss frá því í vetur. Æfingafélagi hennar, Daníel Ingi Egilsson (FH), bætti einnig sinn persónulega árangur í langstökki og stökk lengst 7,57 metra (+2,0) en hann átti best 7,35 metra frá því innanhúss í vetur. Irma og Daníel verða einnig á meðal keppenda á Norðurlandameistaramótinu.

Fimm Íslendingar voru á meðal keppenda í Halle í Þýskalandi á Hallesche Werftage. Hera Christensen (FH) varð í fjórða sæti í kringlukasti í U20 ára stúlknaflokki með annað glæsilegt kast upp á 49,16 metra. Hera á ársbest 49,73 metra sem hún kastaði á Vormóti HSK og tryggði sér um leið sæti á EM U20 ára. Hilmar Örn Jónsson (FH) var sjötti í sleggjukasti með kast upp á 71,60 metra. Guðni Valur Guðnason (ÍR) var níundi í kringlukasti karla með kast upp á 61,60. Guðni náði sínum ársbesta árangri í Nörrköping í Svíþjóð á fimmtudaginn með kasti upp á 63,56 metra og varð hann þriðji í mjög sterkri keppni. Mímir Sigurðsson (FH) og Ingvi Karl Jónsson (FH) voru í níunda og tólfta sæti í kringlukasti karla í B-hópi. Þeir köstuðu lengst 52,07 og 51,41 metra. Guðni, Hilmar og Mímir verða einnig á meðal keppenda á Norðurlandameistarmótinu um helgina.

Nú framundan er Norðurlandameistaramót í Kaupmannahöfn og Smáþjóðaleikar á Möltu. Hægt er að lesa um valið hér.

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Sindri með silfur í Tucson og glæsilegur árangur á Selfossi

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit