VIKAN: Silfurverðlaun og aldursflokkamet

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

VIKAN: Silfurverðlaun og aldursflokkamet

Þor­berg­ur Ingi Jóns­son (UFA) varð annar í 59 kíló­metra fjalla­hlaupi, sem er hluti af UTMB-hlaupaserí­unni sem er sterk­asta fjalla­hlaupa­mótasería heims. Hlaupið fór fram í Nice í Frakklandi á Laugardag. Þor­steinn Roy Jó­hanns­son og Snorri Björns­son höfnuðu þá í átt­unda og ní­unda sæti í hlaup­inu.

Þor­berg­ur Ingi kom ann­ar í mark á 6:08:10 en það var Kín­verj­inn Tao Luo sem kom fyrstur í mark á 5:54:05. Þor­steinn kom átt­undi í mark á 06:26:02 og Snorri níundi mark á tímanum 06:27:12.

Það voru um 1200 manns sem kláruðu hlaupið. Hlaupið var um 59 kíló­metr­ar með 3300 metra hækk­un.

Kastþraut Breiðabliks

Um helgina hélt Breiðablik Kastþraut Breiðabliks 30+. Alls voru sjö keppendur skráðir á mótið. Eitt masters-met var sett og var það í spjótkasti í flokki 75-79 ára flokki þar sem Sigurður Þ. Jónsson (HSH) setti met í spjótkasti og kastaði 30,20m með 500gr. spjóti.

Karl Sören með aldursflokkamet í stangarstökki

Karl Sören Theodórsson (Ármann) tvíbætti aldursflokkametið í stangarstökki í flokki pilta 13 ára í vikunni. Hann bætti það fyrst á fimmtudaginn og stökk þá 2,82 metra sem er einum sentimetra yfir fyrra metinu sem Arnór Breki Ásþórsson (Afturelding) átti frá 2011. Hann bætti það svo aftur á föstudaginn og stökk þá 2,88 metra.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

VIKAN: Silfurverðlaun og aldursflokkamet

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit