Þorbergur Ingi Jónsson (UFA) varð annar í 59 kílómetra fjallahlaupi, sem er hluti af UTMB-hlaupaseríunni sem er sterkasta fjallahlaupamótasería heims. Hlaupið fór fram í Nice í Frakklandi á Laugardag. Þorsteinn Roy Jóhannsson og Snorri Björnsson höfnuðu þá í áttunda og níunda sæti í hlaupinu.
Þorbergur Ingi kom annar í mark á 6:08:10 en það var Kínverjinn Tao Luo sem kom fyrstur í mark á 5:54:05. Þorsteinn kom áttundi í mark á 06:26:02 og Snorri níundi mark á tímanum 06:27:12.
Það voru um 1200 manns sem kláruðu hlaupið. Hlaupið var um 59 kílómetrar með 3300 metra hækkun.
Kastþraut Breiðabliks
Um helgina hélt Breiðablik Kastþraut Breiðabliks 30+. Alls voru sjö keppendur skráðir á mótið. Eitt masters-met var sett og var það í spjótkasti í flokki 75-79 ára flokki þar sem Sigurður Þ. Jónsson (HSH) setti met í spjótkasti og kastaði 30,20m með 500gr. spjóti.
Karl Sören með aldursflokkamet í stangarstökki
Karl Sören Theodórsson (Ármann) tvíbætti aldursflokkametið í stangarstökki í flokki pilta 13 ára í vikunni. Hann bætti það fyrst á fimmtudaginn og stökk þá 2,82 metra sem er einum sentimetra yfir fyrra metinu sem Arnór Breki Ásþórsson (Afturelding) átti frá 2011. Hann bætti það svo aftur á föstudaginn og stökk þá 2,88 metra.
