Evrópumeistaramótið í Róm
Sex Íslendingar hafa lokið keppni á Evrópumeistaramótinu í Róm. Á fyrsta keppnisdegi áttum við þrjá íþróttamenn, þau Guðna Val, Ernu Sóleyju og Daníel Inga. Guðni hafnaði í 24. sæti með kast upp á 59,15 m. Hægt er að lesa nánar um það hér. Erna Sóley hafnaði í 19. sæti með kast upp á 16,26 m. Hægt er að lesa nánar um það hér. Daníel Ingi var aðeins þremur cm. frá úrslitum er hann stökk 7,92 m. og hafnaði í 14. sæti. Hægt er að lesa nánar um það hér.
Á degi tvö keppti Hilmar Örn í sleggjukasti. Hann hafnaði í 24. sæti með kast upp á 72,05 m. Hægt er að lesa nánar um það hér.
Þær Elísabet Rut og Guðrún Karítas kepptu í sleggjukasti í gær. Elísabet kastaði 68,02m. og hafnaði í 15. sæti. Hægt er að lesa nánar um það hér. Guðrún Karítas kastaði 67,57 m. og hafnaði í 17.sæti. Hægt er að lesa nánar um það hér.
Bandaríska Háskólameistaramótið
Elísabet Rut og Guðrún Karítas kepptu einnig á Bandaríska Háskólameistaramótinu þann 6. júní. Elísabet sigraði á nýju Íslandsmeti, 70,47 m. og Guðrún var í fimmta sæti með kast upp á 69,12 m. Hægt er að lesa nánar um það hér.
Framundan
Næstu helgi fer fram Norðurlandameistaramótið í fjölþrautum á ÍR vellinum í Skógarseli. Þar munu átta Íslendingar taka þátt en hægt er að lesa um landsliðsvalið hér.
Næstu mót
Dagsetning | Mót | Staður |
---|---|---|
10. júní | Kastmót 1 | Kaplakriki |
10. júní | Innanfélagsmót ÍR | ÍR völlurinn |
11. júní | Kastmót 2 | Kaplakriki |
11. júní | Héraðsleikar HSK | Selfossvöllur |
12. júní | Aldursflokkamót HSK | Selfossvöllur |