VIKAN: Sex Íslendingar hafa lokið keppni á EM og Íslandsmet á NCAA

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Sex Íslendingar hafa lokið keppni á EM og Íslandsmet á NCAA

Evrópumeistaramótið í Róm

Sex Íslendingar hafa lokið keppni á Evrópumeistaramótinu í Róm. Á fyrsta keppnisdegi áttum við þrjá íþróttamenn, þau Guðna Val, Ernu Sóleyju og Daníel Inga. Guðni hafnaði í 24. sæti með kast upp á 59,15 m. Hægt er að lesa nánar um það hér. Erna Sóley hafnaði í 19. sæti með kast upp á 16,26 m. Hægt er að lesa nánar um það hér. Daníel Ingi var aðeins þremur cm. frá úrslitum er hann stökk 7,92 m. og hafnaði í 14. sæti. Hægt er að lesa nánar um það hér.

Á degi tvö keppti Hilmar Örn í sleggjukasti. Hann hafnaði í 24. sæti með kast upp á  72,05 m. Hægt er að lesa nánar um það hér.

Þær Elísabet Rut og Guðrún Karítas kepptu í sleggjukasti í gær. Elísabet kastaði 68,02m. og hafnaði í 15. sæti. Hægt er að lesa nánar um það hér. Guðrún Karítas kastaði 67,57 m. og hafnaði í 17.sæti. Hægt er að lesa nánar um það hér.

Bandaríska Háskólameistaramótið

Elísabet Rut og Guðrún Karítas kepptu einnig á Bandaríska Háskólameistaramótinu þann 6. júní. Elísabet sigraði á nýju Íslandsmeti, 70,47 m. og Guðrún var í fimmta sæti með kast upp á 69,12 m. Hægt er að lesa nánar um það hér.

Framundan

Næstu helgi fer fram Norðurlandameistaramótið í fjölþrautum á ÍR vellinum í Skógarseli. Þar munu átta Íslendingar taka þátt en hægt er að lesa um landsliðsvalið hér.

Næstu mót

Dagsetning Mót Staður
10. júníKastmót 1Kaplakriki
10. júníInnanfélagsmót ÍRÍR völlurinn
11. júníKastmót 2Kaplakriki
11. júníHéraðsleikar HSKSelfossvöllur
12. júníAldursflokkamót HSKSelfossvöllur

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Sex Íslendingar hafa lokið keppni á EM og Íslandsmet á NCAA

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit