Um helgina fór fram NM í víðvangshlaupum. Ísland var með 15 fulltrúa í ár, fimm í kvennaflokki, fjóra í karlaflokki, þrjá í stúlkuflokki og þrjá í piltaflokki. Auk þess komu keppendur frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi.
Hægt er að lesa nánar um mótið hér.
Gaflarinn fór einnig fram um helgina. En þar gerði Samúel Örn Sigurvinsson (Breiðablik) sér lítið fyrir og sló 19 ára gamalt Íslandsmet í flokki 14 ára drengja í 60m hlaupi innanhúss. Hann hljóp á tímanum 7,50 sek. Glæsilegur árangur!