VIKAN: NM innanhúss og MÍ 11-14

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: NM innanhúss og MÍ 11-14

NM innanhúss

Norðurlandameistaramótið innanhúss fór fram í gær þar sem við tefldum fram liði með Dönum, í liðinu voru 8 Íslendingar. Baldvin Þór Magnússon (UFA) náði öðru sæti í 3000m hlaupi á tímanum 7:56,64 mín og Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) náði þriðja sæti í kúluvarpi með kast upp á 17,52m sem er hennar besti árangur á tímabilinu.

Hægt er að lesa nánar um mótið hér.

Hægt er að sjá úrslitin hér.

Baldvin í Lyon

Baldvin Þór Magnússon (UFA) tók einnig þátt á Meeting Indoor de Lyon í Frakklandi á föstudaginn, 9. febrúar. Hann hafnaði í 10. sæti á tímanum 8:15,75 mín.

MÍ 11-14 ára

Um helgina fór fram Meistaramót Íslands 11-14 ára innanhúss í Laugadalshöll. Það voru um 270 keppendur skráðir til leiks frá 17 félögum víðs vegar að af landinu. Sex mótsmet voru sett á mótinu og um 720 persónuleg met voru bætt. Það voru FH-ingar sem urðu Íslandsmeistarar félagsliða með 524,5 stig. Breiðablik hafnaði í öðru sæti með 518 stig og ÍR í því þriðja með 379,5 stig.

Frétt um mótið má finna hér.

Heildarúrslit mótsins má finna hér.

Myndir frá mótinu má finna hér.

Framundan

Innanfélagsmót ÍR fer fram í Laugarsdalshöllinni á miðvikudaginn, 14. febrúar.

Meistaramót Íslands fer fram um næstu helgi, 17.-18. febrúar í Laugardalshöllinni og er skráningafrestur til miðnættis í dag, 12. febrúar.

Næstu mót

Dagsetning Mót Staður
14. febrúar Innanfélagsmót ÍR Laugardalshöll
17.-18. febrúar MÍ aðalhluti  Laugardalshöll
22. febrúar Bætingamót Laugardalshöll
24.-25. febrúar Mí í eldri aldursflokkum Laugardalshöll
24.-25. febrúar MÍ í fjölþrautum Laugardalshöll

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: NM innanhúss og MÍ 11-14

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit