VIKAN : Næst fjölmennasta mót ársins

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN : Næst fjölmennasta mót ársins

Laugardaginn 18. nóvember fóru Silfurleikarnir fram í Laugardalshöll. 520 börn og unglingar, 17 ára og yngri og kepptu á mótinu. Góður árangur náðist og mikil stemning. Silfurleikarnir eru næstfjölmennasta frjálsíþróttamót ársins og einnig langstærsta haustmótið í frjálsum.

Hjálmar Vilhelm Rúnarsson (HSK/SELFOSS) bætti 10 ára gamalt íslandsmet í þrístökki í flokki 15 ára pilta um 29cm. Hann stökk 13,27m. Frábær árangur!

Fyrstu Silfurleikarnir voru haldnir fyrir 27 árum og hétu þá Haustleikar ÍR. Nafninu var breytt árið 2006 til minningar um að 50 ár voru liðin frá því að ÍR-ingurinn Vilhjálmur Einarsson fékk silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourn í Ástralíu árið 1956.

Hjálmar Vilhelm Rúnarsson, Íslandsmeistari í þrístökki í flokki 15 ára pilta

Formannafundur FRÍ

Á morgun, 28. nóvember fer fram formannafundur FRÍ og er hann opinn öllum. Hér má finna hlekk á fundinn.

Nánari upplýsingar um hann hér.

Uppskeruhátíð FRÍ og 75 ár frá fyrstu landskeppni

Fimmtudaginn 30. nóvember kl. 18:00 fer fram Uppskeruhátíð FRÍ í sal 2-3 í Laugardalshöll. Einnig verður samkoma kl 16:30, í sama sal, þar sem farið verður yfir síðustu 75 ár í máli og myndum í tilefni þess að 75 ár eru frá fyrstu landskeppni landsliðs Íslands í frjálsum íþróttum.

Nánari upplýsingar um hann hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN : Næst fjölmennasta mót ársins

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit