VIKAN: Mótin framundan

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Mótin framundan

Um helgina fer fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum og Meistaramót Íslands í eldri aldursflokkum í Laugardalshöll. Skráning keppenda á Meistaramótið í fjölþrautum fer fram í ÞÓR, mótaforriti FRÍ. Skráningum skal skila inni eigi síðar en á miðnætti þriðjudaginn 10. janúar. Tímaseðil og keppendalista má finna hér.

Skráning á Meistaramótið í eldri aldursflokkum fer fram á netskraning.is. Þátttökugjald er 2.000 kr. á hverja grein til kl 23:59 þriðjudaginn 10. janúar og 6.000 kr. eftir það. Mótið er opið öllum 30 ára og eldri og má sjá tímaseðil og keppnisgreinar hér.

Framundan

Vetrarhluti Nike mótaraðarinnar hefst á fimmtudaginn 12. janúar og er mótið í umsjón FH. Mótið er í þremur hlutum, annar hluti fer fram 9. febrúar og þriðji 10. mars. Það eru flott verðlaun í boði fyrir sigurvegara í mótaröðinni og stigahæstu afrek hvers hluta. Keppnisgreinar, tímaseðil, skráning og keppendalista má finna hér.

Stórmót ÍR fer fram 21. janúar í Laugardalshöll. Stórmót ÍR er fyrir alla iðkendur frjálsíþrótta. 10 ára og yngri keppa í fjölþraut barna en þeir eldri í hefðbundnum frjálsíþróttagreinum. Frekari upplýsingar um keppnisgreinar og mótið má finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Mótin framundan

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit