VIKAN: Met slegin og lágmarki náð

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Met slegin og lágmarki náð

Íslandsmet í Bandaríkjunum

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir (ÍR) bætti eigið Íslandsmet í lóðkasti kvenna innanhúss á Virginia Tech Invitational í Bandaríkjunum fyrir helgi. Öll fjögur köstin hennar voru yfir gamla metinu hennar sem var 20,03 m. Hún kastaði lengst 20,37 m. sem er einnig nýtt skólamet hjá VCU. Hægt er að lesa nánar um það hér.

Meistaramót Íslands 15-22 ára

Um helgina fór fram Meistaramót Íslands 15-22 ára í Laugardalshöllinni. Sex mótsmet féllu, eitt aldursflokkamet auk þess sem ein náði lágmarki á EM U18. Skarphéðinsmenn sigruðu með miklum yfirburðum í stigakeppni félagsliða. Hægt er að lesa nánar um mótið hér.

Myndir frá mótinu:

Mótsmetin

  • Tobías Þórarinn Matharel (UFA) langstökk/ 6,23 m. og þrístökk/ 12,92 m.
  • Karl Sören Theodórsson (Ármann) stangastökk/ 3.51 m. 
  • Sindri Karl Sigurjónsson (UMSB) 2000m/ 6:31,27 mín.
  • Júlía Kristín Jóhannesdóttir (Breiðablik) 60 m. grindahlaup/ 8,69 sek.
  • Birta María Haraldsdóttir (FH) hástökk/ 1.74 m.

Aldursflokkamet U16

  • Sindri Karl Sigurjónsson (UMSB) 2000m/ 6:31,27 mín.

Lágmark á EM U18:

  • Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) 200m/ 25,05 sek.

Mótin framundan

DagsetningMótStaður
20-21. janúarStórmót ÍRLaugardalshöll
28. janúarAldursflokkamót HSKSelfosshöll
28. janúarUnglingamót HSKSelfosshöll
30. janúar2 Nike mótKaplakriki
4. febrúarReykjavík International GamesLaugardalshöll

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Met slegin og lágmarki náð

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit