VIKAN: Met slegin bæði á Íslandi og í Belgíu

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

VIKAN: Met slegin bæði á Íslandi og í Belgíu

Um helgina fór fram MÍ í fjölþrautum og eldri aldursflokkum. Þorleifur Einar Leifsson varð Íslandsmeistari í fjölþraut karla á nýju persónulegu meti með 5182 stig. Á MÍ í eldri aldursflokkum voru um 60 keppendur frá 16 félögum. Hafsteinn Óskarsson (ÍR) setti Norðurlandamet í 800m hlaupi í flokki 65-69 ára á tímanum 2:24,65 mín. Á Íslandi keppir hann í flokki 60-64 ára en á Norðurlöndunum er önnur aldursflokkaskipting í gildi og árið telur. Mótið gekk vel og náðist glæsilegur árangur. Hægt er að lesa nánar um MÍ helgina hér. 

Blikinn Bergur Hallgrímsson sigraði 200m hlaup í flokki 40-45 ára á Belgian Masters Championships um helgina og bætti með því aldursflokkametið í greininni. Hann hljóp á 23,55 sek. en fyrra metið átti Ólafur Guðmundsson (HSK/Selfoss) og var það 24,03 sek. frá árinu 2010.

Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) keppti í lóðkasti á Sun Belt Indoor Championships og hafnaði í öðru sæti á nýju persónulegu meti. Hún kastaði 20,80 m.

Guðni Valur Guðnason (ÍR) keppti í kringlukasti innanhúss fyrir helgi á Diskustävling í Vaxjö í Svíþjóð. Hann hafnaði í fyrsta sæti með kasti upp á 59,54 m.

Lúkas Konráðsson (ÍR) keppti um helgina í 400m á Saddle Up Invitational. Hann var þriðji í mark og hljóp á 52:25 sek. sem er persónulegt met.

Framundan

Fimmtudaginn 29. febrúar fer þriðji hluti Nike mótaraðar FH fram í Kaplakrika.

Heimsmeistaramótið innanhúss fer fram um næstu helgi, 1.-3. mars í Glasgow, Skotlandi. Þar verður Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) á meðal keppenda. Hægt er að lesa nánar um það hér.

Næstu mót

DagsetningMótStaður
29. febrúar3. nike mót FHKaplakriki
1.-3. marsHM innanhússGlasgow, Skotland
3. marsHéraðsleikar HSKSelfosshöll
3.marsHéraðsmót HSKSelfosshöll
9.-10. marsVetrarkastmótiðLeiria, Portúgal

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

VIKAN: Met slegin bæði á Íslandi og í Belgíu

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit