Á laugardaginn fór fram Stökkmót FH í Kaplakrika og náðist glæsilegur árangur á mótinu. Hin 12 ára Freyja Nótt Andradóttir (FH) bætti aldursflokkamet í 60m hlaupi í U18 ára flokki. Hún kom í mark á tímanum 7,58 sek. og bætti þar með met í U18 ára met Tiönu Óskar Whitworth um eitt sekúndubrot. Þessi árangur er samkvæmt International Age Records besti árangur heims 12 ára stúlku frá upphafi. Við eigum þar annan fulltrúa en Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir á besta árangur heims í 300 metra hlaupi 14 ára stúlkna frá upphafi. Þessi árangur setur Freyju Nóttí sjöunda sæti í 60m hlaupi íslenskra kvenna frá upphafi og deilir hún sætinu með Sunnu Gestsdóttir.
Landsliðskonan Irma Gunnarsdóttir (FH) bætti Íslandsmetið í þrístökki kvenna innanhúss er hún stökk 13,13 metra á Stökkmóti FH. Metið var áður 12,83 metrar sem Sigríður Anna Guðjónsdóttir setti árið 1997 en hún á líka metið utanhúss sem er 13,18 metrar.
Irma er í hörku formi en hún opnaði tímabilið sitt í langstökki síðustu helgi á nýju persónulegu meti þegar hún stökk 6,14 metra og verður því spennandi að fylgjast með henni í vetur.
Júlía Mekkín Guðjónsdóttir (ÍR) setti aldursflokkamet í 60 metra grindahlaupi (76,2 cm) í flokki 14 ára stúlkna. Hún kom í mark á tímanum 9,16 sek. en fyrra metið var 9,34 sek. sem Sigurbjörg Ólafsdóttir setti árið 2000.
Mót | Staður | Dagsetning | Aldur |
---|---|---|---|
Desembermót Selfoss | Frjálsíþróttahöll Selfoss | 20. desember | Blandað |
Desembermót Selfoss 2 | Frjálsíþróttahöll Selfoss | 27. desember | Blandað |
Áramót Selfoss | Frjálsíþróttahöll Selfoss | 29. desember | Fullorðnir |
Áramót Fjölnis | Laugardalshöll | 29. desember | Blandað |