VIKAN: Langbesti árangur Íslendings

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Langbesti árangur Íslendings

Sunnudaginn 10. desember fór fram Evrópumeistaramótið í víðavangshlaupum þar sem Baldvin Þór Magnússon (UFA) stóð sig með glæsibrag. Hann var í 16. sæti af 82 sem skiluðu sér í mark. Þetta er langbesti árangur Íslendings á þessu feykisterka móti.

Hægt er að lesa nánar um það hér.

Jólamót HSH fór fram laugardaginn 9. desember. Rúmlega 60 keppendur tóku þátt frá 1.- 10.bekk. Keppt var í 30 metra hlaupi, kúluvarpi og langstökki án atrennu. Mótið gekk vel og allir sáttir. Þetta var fjölmennasta mót sem HSH hefur haldið í langan tíma.

Mynd frá Jólamóti HSH

 

Jólamót Selfoss fór fram í Lindexhöllinni þann 6.desember. Rúmlega 50 krakkar kepptu á mótinu. Flottur árangur og mikið um bætingar.

Í flokki 9 ára og yngri var keppt í 60m hlaupi, kúluvarpi og langstökki. Það var mikið fjör og gleðin var í fyrirrúmi. Í flokki 10-13 ára var keppt í stangarstökki og 60m hlaupi. Þar var mikið um persónulegar bætingar og margir sem höfðu ekki keppt í stangarstökki áður.

Í flokkum 14 til 17 ára var boðið upp á 60m hlaup og 60m grindahlaup. Úrslitin frá mótinu koma inn á Þór á næstu dögum en góður árangur náðist í grindinni og greinilegt að krakkarnir eru á góðu skriði á undirbúningstímabilinu.

Mynd frá Jólamóti Selfoss

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Langbesti árangur Íslendings

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit