VIKAN: Lágmark á HM U20

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Lágmark á HM U20

Um helgina fór fram Helgarmót Reykjavíkurfélaganna í Laugardalshöll. Kristján Viggó Sigfinnsson opnaði tímablið sitt í hástökki með stökk upp á 2,15 sem er lágmark á HM U20 sem fram fer í Cali í Colombíu í byrjun ágúst. 

„Fyrsta mótið fór óvenju vel, er yfirleitt lengi í gang en ekki á þessu móti sem lofar góðu fyrir þetta tímabil. Meiðslin eru þó ekki alveg 100 prósent farin en get samt stokkið svona vel svo ég er bara mjög vel stemmdur fyrir þessu tímabili,“ sagði Kristján.

Kristján mun næstu árin æfa og keppa fyrir hönd University of Arizona auk þess að leggja stund á nám við skólann. 

„Ég held að skóla samningurinn hafi gert mjög mikið fyrir mig og gefið mér smá boost til að standa mig enn betur á æfingum og mótum. Er líka bara sjúklega spenntur að fá að fara í glænýtt umhverfi, nýjar aðstæður og sérstaklega í góða veðrið,“ sagði Kristján.

https://www.instagram.com/p/CZFaJhTPNmm/?utm_source=ig_web_copy_link

Fimm sentímetrum frá Íslandsmeti

Erna Sóley Gunnarsdóttir var aðeins fimm sentímetrum frá Íslandsmetinu sínu í kúluvarpi innanhúss er hún keppti á FasTrak Collegiate Challlenge. Hún sigraði örugglega og varpaði kúlunni 16,90 metra. Íslandsmetið í greininni er 16,95 metrar sem hún setti fyrir ári síðan á Svæðismeistaramóti C-USA. 

Styttist í Reykjavíkurleikanna 

Reykjavíkurleikarnir fara fram í Laugardalshöll þann 6. febrúar og er okkar fremsta frjálsíþróttafólk á fullu að undirbúa sig fyrir leikana.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tiana Ósk Whitworth voru einnig meðal keppenda á Helgarmóti Reykjarvíkurfélaganna. Þær eru í frábæru formi og sýndu það um helgina. Þær komu í mark á sama tíma í 60 metra hlaupi á tímanum 7,49 sek. Guðbjörg hafði betur í 200 metra hlaupi og sigraði á tímanum 24,36 sek. Tiana kom í mark á 24,39 sem er hennar besta opnun í 200 metra hlaupi á ferlinum. 

Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason er að keppa sig í gang fyrir Reykjavíkurleikanna þar sem hann mun keppa í kúluvarpi. Hann varpaði kúlunni 18,62 metra sem er annað lengsta kastið hans á ferlinum. 

Öldungamet á Tenerife

Einar Kristjánsson setti öldungamet í flokki 50-54 ára í hástökki er hann stökk 1,70 metra á II Copa Canarias Clubes Absolutos á Tenerife um helgina. Fyrra metið var 1,60 metrar sem Valbjörn Þorláksson átti.

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Lágmark á HM U20

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit