VIKAN: Kolbeinn með flotta tíma á Möltu

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Kolbeinn með flotta tíma á Möltu

Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) keppti í 100 og 200 metra hlaupi á EAP mótinu á Möltu á laugardag. Kolbeinn kom annar í mark í 100 metra hlaupi á tímanum 10,65 sek (+0,0). Það var Jason Smyth frá Írlandi sem kom fyrstur í mark á tímanum 10,61 sek. sem er mótsmet.

Í 200 metra hlaupi kom hann í mark á tímanum 21,28 sek. (+1,6) sem er hans ársbesti árangur. Hann varð þriðji og aðeins þremur þúsundustu úr sekúndu frá öðru sætinu. Kolbeinn á best 20,96 sek. frá árinu 2017. Ástralinn Christopher John Ius vann hlaupið á 21,21 sek.

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Kolbeinn með flotta tíma á Möltu

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit