00:00

Skráning á Kids’ Atletics daginn á netskraning.is

VIKAN: Kastarar keppa í Bandaríkjunum, Kalott kvöld og Úrvalshópsbúðir

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Kastarar keppa í Bandaríkjunum, Kalott kvöld og Úrvalshópsbúðir

Kastarar keppa í Bandaríkjunum

Sunnudaginn 14. apríl kepptu Guðni Valur Guðnason (ÍR), Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) og Sindri Hrafn Guðmundsson (FH) á Oklahoma World Series Invitational. Guðni kastaði kringlunni 63,95 m. Erna Sóley kastaði kúlunni 17,09 m. og Sindri Hrafn kastaði spjótinu 76,01 m. Úrslit mótsins eru að finna hér.

Vinkonurnar Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) og Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir (ÍR) kepptu á laugardaginn 13. apríl á Tom Jones minningarmóti Florida Gators í Gainesville. Guðrún Karítas sigraði með kasti upp á 68,08 m. og Elísabet hafnaði í öðru sæti með kasti upp á 67,82 m. Úrslit mótsins eru að finna hér.

Kalott kvöld

Kalott kvöld fór fram á fimmtudaginn síðasta hjá landsliðsfólki síðustu aldar, farið var yfir Kalott árin og tilkomu keppninnar. Hægt er að lesa nánar um það hér.

Myndir frá Kalott kvöldinu eru að finna hér.

Æfingabúðir Úrvalshóps FRÍ

Æfingabúðir Úrvalshóps FRÍ fóru fram um helgina og yfir 60 íþróttamenn sem tóku þátt en einnig voru 11 þjálfarar. Ólympíufararnir og fyrrum landsliðsmennirnir Jón Arnar Magnússon (tugþrautarmaður) og Vésteinn Hafsteinsson (kringlukastari) fóru yfir sinn frjálsíþróttaferil og sátu fyrir svörum. Hægt er að lesa nánar um æfingabúðir helgarinnar hér.

Myndir frá æfingabúðum Úrvalshóps eru að finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Kastarar keppa í Bandaríkjunum, Kalott kvöld og Úrvalshópsbúðir

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit