Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) keppti í kúluvarpi á Miramar Invitational í Flórída þann 6. apríl. Hún kastaði 17,22 m. og hafnaði í 6. sæti. Hægt er að sjá úrslit mótsins hér.
Sigursteinn Ásgeirsson (ÍR) keppti einnig um helgina í kúluvarpi á Bill Carson Invitational í Greenville, North Carolina. Hann hafnaði í öðru sæti með kasti upp á 15,68 m. Hægt er að sjá úrslit mótsins hér.
Glæsilegur árangur íslenskra utanvegahlaupara í Króatíu
Íslenskir utanvegahlauparar gerðu heldur betur góða ferð í Istria by UTMB hlaupið í Króatíu um helgina. Andrea Kolbeinsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði 42km vegalengdina nokkuð örugglega og Thelma Björk Einarsdóttir varð fjórða. Í sama hlaupi hljóp Egill Gunnarsson mjög vel og endaði í þriðja sæti og rétt á eftir honum kom svo Guðlaugur Ari Jónsson í 6. sæti. Frábær árangur. Hægt er að sjá úrslit hlaupsins hér.