VIKAN: Kastara tímabilið er hafið

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Kastara tímabilið er hafið

Um helgina kepptu fimm Íslendingar á innanhúss kastmóti í Vaxjö, í Svíþjóð. Hera Christensen (FH) sigraði í kringlukasti kvenna í flokki U20 og kastaði hún 44,91 metra og er þetta bæting á hennar persónulega árangri. Mímir Sigurðsson (FH) varð annar í kringlukasti karla með kast upp á 56,07 metra. Mímir kastaði lengst 54,74 metra á sama móti á síðasta ári og því bæting í kringlukasti innanhúss. Ingvi Karl Jónsson (FH) varð þriðji í kringlukasti með kast upp á 52,24 metra sem er bæting á hans persónulegum árangri. Tómas Gunnar Gunnarsson Smith (FH) varð annar í kúluvarpi karla og kastaði lengst 15,30 metra. Arndís Diljá Óskarsdóttir (FH) varð í fjórða sæti í spjótkasti í U20 ára flokki með kast upp á 42,14 metra. Þar sem engin kona hefur keppt kringlukasti og í spjótkasti innanhúss er þetta lengstu köst í greinunum inannhúss frá upphafi.

Fimm Íslendingar keppa í Leiria

Framundan er Evrópubikarkastmótið sem fer fram í Leiria í Portúgal um helgina, 11.-12. mars. Fimm keppendur er skráð til leiks í þremur kastgreinum.

Keppendur á mótinu:

  • Guðni Valur Guðnason (ÍR) Kringlukast
  • Mímir Sigurðsson (FH) Kringlukast
  • Hilmar Örn Jónsson (FH) Sleggjukast
  • Vigdís Jónsdóttir (ÍR) Sleggjukast
  • Dagbjartur Daði Jónsson (ÍR) Spjótkast

Nánari upplýsingar koma síðar í vikunni.

EM í Istanbul

Um helgina fór fram Evrópumeistaramótið Innanhúss í Istanbul í Tyrklandi og áttum við tvo keppendur á mótinu. Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) var hársbreidd frá því að kom­ast í undanúr­slit­in í 60 metra hlaupi. Kol­beinn hljóp á 6,73 sek­únd­um og varð fimmti í sínum riðli og voru fjórir úr hverjum riðli sem komust áfram í undanúrslitin. Kolbeinn hefði þurft að hlaupa einum hundraðasta úr sekúndu hraðar til þess að komast áfram og endaði hann í 26. sæti. 

„Það var svolítið súrt að komast ekki í undanúrslitin eins og markmiðið var” sagði Kolbeinn eftir hlaupið.

Hann var aðeins fimm hundruðustu úr sekúndu frá Íslandsmetinu sínu en er það 6,68 sek­únd­ur.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (ÍR) hljóp í undanrásum í 60 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 7,56 sek. og hafnaði í 34. sæti.

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Kastara tímabilið er hafið

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit