VIKAN: Íslandsmet og Bikarkeppnir FRÍ

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Íslandsmet og Bikarkeppnir FRÍ

Íslandsmet á fyrsta móti tímabilsins

Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) bætti eigið Íslandsmet er hún sigraði um helgina á UTSA Invitational í San Antonio, Texas í sleggjukasti. Hún kastaði sleggjunni 69,11 m. en fyrra met hennar var 66,98 m.

Úrslit frá mótinu má finna hér og hægt er að lesa nánar um það hér.

Baldvin með besta tíma frá upphafi í 5 km götuhlaupi

Um helgina fór fram Podium Festival í Leicester í Bretlandi og var Baldvin Þór Magnússon (UFA) á meðal keppenda þar. Hann tók þátt í 5 km götuhlaupi og hafnaði í 5. sæti á 13:42 mín. sem er besti tími frá upphafi. Fyrra metið var 14:14 mín .sem Hlynur Andrésson (ÍR) átti frá árinu 2022.

Úrslit frá mótinu má finna hér.

Bikarkeppnir FRÍ

Í gær fór fram 18. Bikarkeppni FRÍ í Kaplakrika. Það voru FH-ingar sem urðu bikarmeistarar innanhúss en þetta er í fjórða skiptið í röð sem FH-ingar sigra í bikarkeppni FRÍ.

Þrjú mótsmet voru sett á mótinu. Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) setti mótsmet í kúluvarpi kvenna með kasti upp á 16,62 m. Júlía Kristín Jóhannesdóttir (Breiðablik) setti mótsmet í 60m grindahlaupi kvenna. Hún kom í mark á tímanum 8,59 sek. Elías Óli Hilmarsson (FH) jafnaði mótsmetið í hástökki karla með stökki upp á 2,00 m.

Úrslit frá mótinu má finna hér.

Lið ÍR endaði á toppnum í Bikarkeppni FRÍ 15 ára yngri. ÍR-ingar sigruðu einnig í stúlknakeppninni en það var lið Breiðabliks sem sigraði í piltakeppninni. Þrjú mótsmet féllu á mótinu:

  • Arnar Logi Henningsson I Ármann I 300m hlaup I 38,54 sek.
  • Bryndís María Jónsdóttir I ÍR I 300m hlaup I 42,91 sek.
  • Samúel Örn Sigurvinsson I Breiðablik I 60m hlaup I 7,46 sek.

Úrslit frá mótinu má finna hér. 

Myndir frá mótinu má finna hér.

64. þing var haldið í Skagafirði um helgina

Freyr Ólafsson var kjörinn formaður FRÍ í fimmta sinn til tveggja ára. Með Frey í stjórn voru kjörin þau Auður Árnadóttir, Jóhann Haukur Björnsson, Sonja Sif Jóhannsdóttir og Sveinn Margeirsson, auk þeirra Rannveigar Oddsdóttur, Björgvins Víkingssonar, Hjördísar Ólafsdóttur, Hallgríms Egilssonar og Hafdísar Óskar Pétursdóttur sem manna varastjórn.

Hægt er að lesa nánar um það hér.

Önnur frá upphafi

Birta María Haraldsdóttir (FH) bætti sig í hástökki um helgina er hún stökk 1,83 m. sem er næst hæsta stökk íslenskrar konu frá upphafi. Íslandsmetið á Þórdís Lilja Gísladóttir (ÍR) frá árinu 1983 og er met hennar 1,88 m. Birta María er því aðeins 5 sentímetrum frá Íslandsmetinu.

Hér má sjá video af Birtu Maríu fara yfir 1,83 m.

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Íslandsmet og Bikarkeppnir FRÍ

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit