Vikan: Ísland með fimm titla

Vikan: Ísland með fimm titla

Baldvin Þór Magnússon (UFA) varð þrefaldur svæðismeistari MAC (Mid-American Conference) um helgina. Á föstudag keppti Baldvin í 10.000 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 30:14,23 mín. Það er persónuleg bæting en hann hefur ekki keppt í þessari vegalengd á braut síðan 2019. Á laugardag keppti hann í 1500m hlaupi og 5000 metra hlaupi. Hann kom í mark á tímanum 3:47,52 í 1500 metra hlaupi. Í 5000 metra hlaupinu hljóp hann á tímanum 14:41,99 mín. Hann var valinn most valuable performer karla á mótinu.

Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) varð í gær svæðismeistari C-Usa (Conference USA) í kúluvarpi. Hún kastaði lengst 17,15 metra og sigraði keppnina með miklum yfirburðum.

Dagbjartur Daði Jónsson (ÍR) varð á fimmtudaginn svæðismeistari SEC (Southeastern Conference) í spjótkasti. Hann kastaði lengst 76,39 metra. Hann er búinn að kasta 76,78 metra lengst í ár.

Thelma Lind Kristjánsdóttir (ÍR) keppti á svæðismeistaramóti ACC (Atlantic Coast Conference) í kringlukasti. Hún kastaði lengst 51,43 metra og hafnaði í 6 sæti.

Guðni með sigur í Svíþjóð

Guðni Valur Guðnason (ÍR) keppti á kastmóti í Svíþjóð á laugardag. Hann sigraði með kast upp á 60,39 metra. Í öðru sæti var Norðmaðurinn Sven Martin Skagestad með kast upp á 56,68 metra. Í þriðja sæti var Svíinn Jussi Kiviniemi með 48,75 metra.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Fimm Íslendingar keppa á Bauhaus Junioren-Gala sem fram fer í Mannheim í Þýskalandi um helgina. Mótið er haldið árlega og er mjög sterkt alþjóðlegt unglingamót þar sem yfir 400 keppendur taka þátt frá löndum víðsvegar um heiminn. 
Fimm Íslendingar keppa á Bauhaus Junioren-Gala sem fram fer í Mannheim í Þýskalandi um helgina. Mótið er haldið árlega og er mjög sterkt alþjóðlegt unglingamót þar sem yfir 400 keppendur taka þátt frá löndum víðsvegar um heiminn. 
Um helgina fór fram 96. Meistaramót Íslands í Kaplakrika. Hilmar Örn Jónsson (FH) og Tiana Ósk Whitworth (ÍR) voru með stigahæstu afrek kvenna og karla samkvæmt stigatöflu alþjóða frjálsíþróttaambandsins.
Þrír Íslendingar keppa á EM U18 sem fer fram í Jerúsalem, Ísrael dagana 4.-7. Júlí.

Engjavegi 6, 104 Reykjavík

fri@fri.is  +354 514 4040

Kt 560169-6719

@fri2022

Vikan: Ísland með fimm titla

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit