00:00

Skráning á Kids’ Atletics daginn á netskraning.is

Vikan: Ísland með fimm titla

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Vikan: Ísland með fimm titla

Baldvin Þór Magnússon (UFA) varð þrefaldur svæðismeistari MAC (Mid-American Conference) um helgina. Á föstudag keppti Baldvin í 10.000 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 30:14,23 mín. Það er persónuleg bæting en hann hefur ekki keppt í þessari vegalengd á braut síðan 2019. Á laugardag keppti hann í 1500m hlaupi og 5000 metra hlaupi. Hann kom í mark á tímanum 3:47,52 í 1500 metra hlaupi. Í 5000 metra hlaupinu hljóp hann á tímanum 14:41,99 mín. Hann var valinn most valuable performer karla á mótinu.

Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) varð í gær svæðismeistari C-Usa (Conference USA) í kúluvarpi. Hún kastaði lengst 17,15 metra og sigraði keppnina með miklum yfirburðum.

Dagbjartur Daði Jónsson (ÍR) varð á fimmtudaginn svæðismeistari SEC (Southeastern Conference) í spjótkasti. Hann kastaði lengst 76,39 metra. Hann er búinn að kasta 76,78 metra lengst í ár.

Thelma Lind Kristjánsdóttir (ÍR) keppti á svæðismeistaramóti ACC (Atlantic Coast Conference) í kringlukasti. Hún kastaði lengst 51,43 metra og hafnaði í 6 sæti.

Guðni með sigur í Svíþjóð

Guðni Valur Guðnason (ÍR) keppti á kastmóti í Svíþjóð á laugardag. Hann sigraði með kast upp á 60,39 metra. Í öðru sæti var Norðmaðurinn Sven Martin Skagestad með kast upp á 56,68 metra. Í þriðja sæti var Svíinn Jussi Kiviniemi með 48,75 metra.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Vikan: Ísland með fimm titla

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit