VIKAN: Irma í fyrsta sæti í Árósum

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Irma í fyrsta sæti í Árósum

Þriðjudaginn 23. janúar fór Sprint´n´Jump fram í Árósum. Irma Gunnarsdóttir (FH) og Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) tóku þátt á því móti. Irma keppti í langstökki og sigraði það með stökki uppá 6,26 m. Hennar besti árangur er 6,45 m. sem hún stökk á Stórmóti ÍR síðustu helgi. Liðsfélagi hennar Kolbeinn Höður keppti í 60m og var þriðji í sínum riðli. Hann hljóp á 6,82 sek. og var einu sæti frá úrslitum. Sjálfur á Kolbeinn Íslandsmetið í 60m en hann sló það fyrir rúmu ári og hljóp á tímanum 6,68 sek.

76 keppendur frá sex félögum tóku þátt í Aldursflokka- og Unglingamóti HSK sem fram fór í Lindexhöllinni á Selfossi í gær. Selfoss sigraði stigakeppni félaganna á báðum mótunum en keppendur frá Garpi, Dímon, Þjótanda, Laugdælum og Hvöt veittu þeim góða keppni í nokkrum flokkum. Mikið var um persónulegar bætingar hjá keppendum en nokkrir voru einnig að stíga sín fyrstu skref á vellinum. Hægt er að sjá úrslit aldursflokkamótsins hér og unglingamótsins hér.

Brynja Rós Brynjarsdóttir (ÍR) keppti um helgina á National Indoor CE Championships Senior, Master og Juvenile 2024 og varð Írskur meistari í flokki U20 í fimmtarþraut með 3560 stig. Hægt er að sjá úrslitin hér hér.

Glódís Edda Þuríðardóttir (KFA) keppti einnig um helgina á Robert Platt Invitational í Houston, Texas þar sem hún sigraði fimmtarþraut með 3621 stigi sem er persónulegt met. Ekki nóg með það heldur er þetta 4 besti árangur innanhúss í sögu UTA (University of Texas at Arlington). Hægt er að sjá úrslit mótsins hér.

2. nike mót FH fer fram á morgun í Kaplakrika. Þetta er mót tvö af þremur í Nike mótaröð FH. Þriðja og síðasta nike mótið fer fram 29. febrúar.

Næstu mót

DagsetningMótStaður
30. janúar2 Nike mótKaplakriki
4. febrúarReykjavík International GamesLaugardalshöll
10.-11. febrúarMÍ 11-14 áraLaugardalshöll
11. febrúarNM innanhússNoregur
17.-18. febrúarMÍ aðalhlutiLaugardalshöll

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Irma í fyrsta sæti í Árósum

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit