VIKAN: Hvert metið á fætur öðru

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Hvert metið á fætur öðru

Frábær dagur í Laugardalnum í gær á Reykjavík International Games. Okkar fremsta íþróttafólk keppti við flotta erlenda keppendur. Baldvin Þór Magnússon (UFA) bætti 44 ára gamalt Íslandsmet Jóns Diðrikssonar á tímann 3:41,05 mín. Tími Jóns var 3:45,6 mín.

“Mjög góð keppni, gaman að fá þessa norsku stráka hingað og gera svona stóra keppni úr þessu og stuðningurinn frá fólkinu sem var þarna, já bara skemmtilegur dagur” sagði Baldvin eftir keppni. Hér er hægt að sjá allt viðtalið. 

Hægt er að lesa betur um RIG hér.

Myndir frá RIG hér.

Guðrún Karítas keppti á föstudaginn á Doc Hale VT Meet í Blacksburg, Virginia í lóðkasti og bætti eigið met enn og aftur sem gerir þetta að besta árangri í lóðkasti kvenna frá upphafi. Hún kastaði lóðinu 22,44 m. en það er rúmlega hálfs meters bæting hjá Guðrúnu.

Framundan

Sunnudaginn 11. febrúar fer Norðurlandameistaramótið innanhúss fram í Noregi. Íslendingar og Danir tefla fram sameiginlegu liði og verða valdir tveir íþróttamenn í hverja grein óháð þjóðerni. Liðið verður tilkynnt í vikunni.

Þessa sömu helgi fer Meistaramót Íslands 11-14 ára fram í Laugardalshöll og er skráningafrestur til miðnættis í dag, 5. febrúar.

Næstu mót

DagsetningMótStaður
10.-11. febrúarMÍ 11-14 áraLaugardalshöll
11. febrúarNM innanhússNoregur
17.-18. febrúarMÍ aðalhlutiLaugardalshöll
24.-25. febrúarMí í eldri aldursflokkum Laugardalshöll
24.-25. febrúarMÍ í fjölþrautumLaugardalshöll

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Hvert metið á fætur öðru

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit